Viðbrögð Brims koma ekki á óvart

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Viðbrögð Brims í athugun Samkeppniseftirlitsins (SKE) koma forstjóra þess, Páli Gunnari Pálssyni, ekki sérstaklega á óvart.

„Við höfum verið að reyna að fá þessi gögn frá því í byrjun apríl og höfum ekki fengið. Það er til þess fallið að gera þessa athugun erfiðari.“

„Ekki um neina verktöku að ræða“

Páll Gunnar segir að fyrirtæki hafi 14 daga til að kæra ákvörðun SKE um dagsektir til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Dagsektir byrji því ekki að telja fyrr en að 14 dögum liðnum eða eftir að niðurstaða úrskurðarnefndar liggur fyrir, eftir því hvor leiðin sé farin. Páll Gunnar segir úrskurðarnefndarinnar að svara hversu langan tíma hún taki í vinnu sína.  

Um rannsóknina sjálfa segir hann henni ætlað að skapa yfirsýn og gegnsæi um stjórnunar- og eignatengsl í þessari mikilvægu atvinnugrein.

„Sjálfstæði Samkeppniseftirlitsins er alveg skýrt. Hér er ekki um neina verktöku að ræða. Samkeppniseftirlitið ákveður að fara í rannsókn.“

Páll Gunnar segir málið snúast um fjármögnun. Matvælaráðuneytið, eins og önnur ráðuneyti, hafi heimild til þess að leggja fé til SKE til rannsókna á málum á þeirra málefnasviði.

Enginn pólitískur vinkill 

„Rannsókninni mun ljúka með skýrslu sem mun birtast opinberlega. Ráðherra mun fá hana á sama tíma og almenningur. Ráðherra hefur ekki, eins og Guðmundur virðist halda, möguleika á því að stöðva greiðslur ef hann er ekki sáttur við niðurstöður Samkeppniseftirlitsins. Ráðherra mun einfaldlega ekki sjá niðurstöður fyrr en athugun er lokið. Það er mikilvægt að hafa í huga að í 8. grein samkeppnislaga er Samkeppniseftirlitinu ætlað að skrifa skýrslur af þessu tagi. Það er enginn pólitískur vinkill á því.“

Varðandi samning milli SKE og matvælaráðuneytis segir Páll Gunnar ekkert við það að athuga.

„Ákvæðið sem Guðmundur Kristjánsson vísar á í samningnum er vanalegt ákvæði sem tryggir ráðuneytinu það að Samkeppniseftirlitið muni ráðstafa þessum fjármunum í verkefni á málefnasviði ráðuneytisins. Það snýst ekki um neitt annað. Það snýst ekki um einhverskonar völd eða áhrif ráðuneytisins yfir athuguninni sjálfri eða niðurstöðum hennar.“

Endurhugsa fjármögnun SKE

Páll Gunnar segir, þessu máli ótengt, að ræða megi frekar um hvernig fjármögnun SKE á Íslandi sé háttað.

„Það væri farsælla og eðlilegra að það væri gengið frá því með svipuðum hætti og fjármálaeftirliti Seðlabankans. Það er að kostnaður af eftirliti sé greiddur af eftirlitsskyldum aðilum með skattlagningu. Það væru þá fyrirtækin í landinu, þau stærri fyrst og fremst, sem stæðu beint straum að samkeppniseftirliti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »