Rúmlega eitt og hálft ár er síðan útgerðarfélagið Fiskkaup fékk afhent nýtt skip, Argos Froyanes, smíðað í Noregi árið 2001. Hafði Argos verið gert út frá Úrúgvæ og stundað veiðar við suðurskautið. Við komuna til Íslands fékk fleyið nýtt nafn og var skráð Kristrún RE-177, og kom í stað eldra skips með sama nafn sem selt var til útgerðar í Færeyjum vorið 2022.
Helgi Aage Torfason er skipstjóri á Kristrúnu og segir í síðasta blaði 200 mílna að hún hafi reynst mjög vel, en skipið stundar grálúðuveiðar í net og er aðallega að veiðum norður af Íslandi og niður að miðlínu Grænlands og Íslands. „Við erum eina skipið sem veiðir grálúðu í net allan ársins hring og geta aðstæður á miðunum oft verið krefjandi,“ útskýrir Helgi.
„Þá er ekki auðvelt að nálgast grálúðuna því hún er sá nytjastofn við Íslandsstrendur sem lifir á hvað mestu dýpi – yfirleitt á 250 til 500 föðmum, sem er á við allt að átta fótboltavelli. Kalla veiðarnar á gott spil og öflugan búnað, og fara veiðarnar fram á einu erfiðasta hafsvæði landsins.“
Við komuna til Íslands voru gerðar ýmsar breytingar á Kristrúnu og var t.d. skipt um millidekk í skipinu, brúin tekin í gegn og siglingatæki endurnýjuð.
„Meðal þess sem breyttist með nýju Kristrúnu var að við komum fyrir sjálfvirku frystitæki með sjálfvirkum útslætti sem hefur létt töluvert störfin um borð,“ segir Helgi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.1.25 | 596,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.1.25 | 467,97 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.1.25 | 378,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.1.25 | 178,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.1.25 | 218,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.1.25 | 248,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.1.25 | 286,93 kr/kg |
16.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 8.220 kg |
Þorskur | 2.942 kg |
Steinbítur | 268 kg |
Langa | 119 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 27 kg |
Hlýri | 18 kg |
Samtals | 11.627 kg |
16.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 8.312 kg |
Ýsa | 89 kg |
Steinbítur | 29 kg |
Samtals | 8.430 kg |
16.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.945 kg |
Steinbítur | 95 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 4.049 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.1.25 | 596,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.1.25 | 467,97 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.1.25 | 378,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.1.25 | 178,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.1.25 | 218,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.1.25 | 248,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.1.25 | 286,93 kr/kg |
16.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 8.220 kg |
Þorskur | 2.942 kg |
Steinbítur | 268 kg |
Langa | 119 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 27 kg |
Hlýri | 18 kg |
Samtals | 11.627 kg |
16.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 8.312 kg |
Ýsa | 89 kg |
Steinbítur | 29 kg |
Samtals | 8.430 kg |
16.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.945 kg |
Steinbítur | 95 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 4.049 kg |