Norska flutningaskipið Wilson Skaw, sem strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í apríl síðastliðnum, mun ljúka ferð sinni frá Akureyri til Noregs í dag.
Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, sem eru umboðsaðili útgerðar Wilson, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að áfangastaður skipsins væri í grennd við Álasund, en þar stæði til að rífa skipið í brotajárn.
„Skipið fór ekki í slipp á Akureyri. Þess í stað voru framkvæmdar ítarlegar skoðanir þar sem ástand skipsins var metið. Að skoðun lokinni komust menn að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þess virði að gera við skipið. Það getur mikill kostnaður fylgt því að gera við skip, ásamt áhættu, og í tilviki Wilson Skaw þótti það einfaldlega ekki borga sig,“ sagði Garðar ennfremur.
Að sögn Garðars hóf skipið hinstu siglingu sína í síðustu viku, eftir að hafa legið við bryggju í Krossanesi, sem er rétt fyrir utan Akureyri, í um sex vikur. Þangað var það dregið úr Húnaflóa.
„Ferðin yfir hafið til Noregs hefur gengið mjög vel. Fyrir brottsiglingu Wilson höfðum við gert ráðstafanir til að tryggja að skipið yrði dregið örugglega á áfangastað sinn við Álasund þar sem það verður tekið til niðurrifs. Veðurskilyrði hafa verið með góðu móti,“ bætti Garðar við.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 593,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 410,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,82 kr/kg |
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.226 kg |
Þorskur | 2.026 kg |
Steinbítur | 1.211 kg |
Langa | 18 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.485 kg |
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.843 kg |
Ýsa | 4.011 kg |
Langa | 432 kg |
Keila | 50 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 16 kg |
Samtals | 12.387 kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 593,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 410,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,82 kr/kg |
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.226 kg |
Þorskur | 2.026 kg |
Steinbítur | 1.211 kg |
Langa | 18 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.485 kg |
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.843 kg |
Ýsa | 4.011 kg |
Langa | 432 kg |
Keila | 50 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 16 kg |
Samtals | 12.387 kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |