Hinstu för Wilson lokið

Wilson Skaw var dregið frá bryggju við Akureyri í síðustu …
Wilson Skaw var dregið frá bryggju við Akureyri í síðustu viku, en til stendur að rífa skipið. Ljósmynd/Jón Jónsson

Norska flutningaskipið Wilson Skaw, sem strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í apríl síðastliðnum, mun ljúka ferð sinni frá Akureyri til Noregs í dag.

Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, sem eru umboðsaðili útgerðar Wilson, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að áfangastaður skipsins væri í grennd við Álasund, en þar stæði til að rífa skipið í brotajárn.

„Skipið fór ekki í slipp á Akureyri. Þess í stað voru framkvæmdar ítarlegar skoðanir þar sem ástand skipsins var metið. Að skoðun lokinni komust menn að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þess virði að gera við skipið. Það getur mikill kostnaður fylgt því að gera við skip, ásamt áhættu, og í tilviki Wilson Skaw þótti það einfaldlega ekki borga sig,“ sagði Garðar ennfremur.

Að sögn Garðars hóf skipið hinstu siglingu sína í síðustu viku, eftir að hafa legið við bryggju í Krossanesi, sem er rétt fyrir utan Akureyri, í um sex vikur. Þangað var það dregið úr Húnaflóa.

„Ferðin yfir hafið til Noregs hefur gengið mjög vel. Fyrir brottsiglingu Wilson höfðum við gert ráðstafanir til að tryggja að skipið yrði dregið örugglega á áfangastað sinn við Álasund þar sem það verður tekið til niðurrifs. Veðurskilyrði hafa verið með góðu móti,“ bætti Garðar við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »