Ólafur E. Jóhannsson
Umboðsmaður Alþingis krefur matvælaráðherra svara við ýmsum spurningum varðandi hvalveiðibann sem sett var með reglugerð 20. júní sl. Hann bendir þar á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem í eðli sínu er stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem stjórnsýslulög mæla fyrir um.
Vísar hann til minnisblaðs skrifstofu sjálfbærni í aðdraganda reglugerðarsetningarinnar sem leggur til að samráð verði haft við Hval hf. áður en til reglugerðarsetningar um veiðar á langreyði komi, enda varði hún hagsmuni fyrirtækisins. Óskað er eftir afstöðu ráðherra til sjónarmiðs Hvals hf. um að reglugerðin sé íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem hefði átt að fylgja fyrirmælum stjórnsýslulaga og hvort það samræmist óskráðum reglum stjórnsýsluréttar um að gefa ekki kost á andmælum.
Umboðsmaður bendir á að atvinnustarfsemi samkvæmt opinberu leyfi eins og hvalveiðar kunni að skapa réttmætar væntingar leyfishafa til að halda áfram starfsemi sinni á meðan hann uppfyllir sett skilyrði. Einnig að fjárhagslegir hagsmunir sem veiðunum tengist kunni að njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Minnt er á álit skrifstofu sjálfbærni í ráðuneytinu um að huga beri að því að reglusetning um veiðar á langreyði hafi ekki í för með sér óhæfilega röskun á starfsemi Hvals hf. og óskar umboðsmaður upplýsinga um með hvaða hætti mat hafi verið lagt á þá röskun hagsmuna sem leiða myndi af hvalveiðibanninu.
„Það má greina ákveðinn þunga í fyrirspurn umboðsmanns og það er athyglisvert hve mörg atriði málsins á að taka til skoðunar,“ sagði Stefán A. Svensson hæstaréttarlögmaður, en hann gætir hagsmuna Hvals hf. í málinu. „Ef niðurstaðan verður sú að ákvörðun ráðuneytisins byggist ekki á löglegum grunni, þá er ljóst að allar aðrar aðgerðir ráðuneytisins í málinu kunna að komast í ákveðið lögfræðilegt uppnám,“ segir Stefán.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 197,98 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 197,98 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |