Makríll á landgrunni og brúninni suður af landinu

Bráðabirgðaniðurstöður úr leiðangri Árna Friðrikssonar RE hafa verið kynntar á …
Bráðabirgðaniðurstöður úr leiðangri Árna Friðrikssonar RE hafa verið kynntar á vef Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Bráðbirgðaniður­stöður mæl­inga í 19 daga leiðangri rann­sókna­skips­ins Árna Friðriks­son­ar sýna að þétt­leiki mak­ríls í ís­lenskri land­helgi var álíka og síðasta sum­ar en út­breiðslu­svæðið var minna. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Þar seg­ir að mak­ríll hafi fund­ist „aðallega á land­grunn­inu og land­grunns­brún­inni meðfram suður­strönd lands­ins og fá­ein­ir fisk­ar feng­ust fyr­ir vest­an landið.“

Árni Friðriks­son lauk þátt­töku í ár­leg­um alþjóðleg­um upp­sjáv­ar­vist­kerf­is­leiðangri í Norður­höf­um að sum­ar­lagi þann 21. júlí síðastliðinn og hafði þá verið tekn­ar 43 tog­stöðvar og sigld­ar um 3.250 sjó­míl­ur eða 6 þúsund kíló­metr­ar. Einnig voru gerðar sjó­mæl­ing­ar og tekn­ir átu­háf­ar á öll­um yf­ir­borðstog­stöðvum.

Yfirborðstog í Grænlandssundi í júlí 2023, segl og belgir sjást …
Yf­ir­borðstog í Græn­lands­sundi í júlí 2023, segl og belg­ir sjást í yf­ir­borði. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un/​Anna Heiða Ólafs­dótt­ir.

Svipuð út­breiðsla kol­munna

Ekki var aðeins rann­sökuð út­breiðsla mak­ríls, held­ur var einnig skoðuð út­breiðsla síld­ar og kol­munna í ís­lenskri lög­sögu að und­an­skild­um suðaust­ur hluta henn­ar sem Fær­ey­ing­ar rann­sökuðu.

„Líkt og und­an­far­in ár var norsk-ís­lenska vorgots­s­íld að finna á flest­um tog­stöðvum fyr­ir norðan og aust­an landið og ís­lenska sum­argots­s­íld á land­grunn­inu fyr­ir sunn­an og vest­an landið. [...] Kynþroska kol­munni mæld­ist við land­grunns­brún­ina sunn­an og vest­an við landið í álíka þétt­leika og síðasta sum­ar.“

Þá sýna bráðabirgðaniður­stöður einnig að hita­stig í yf­ir­borðslagi sjáv­ar hafi verið álíka og sum­arið 2022 fyr­ir sunn­an og vest­an landið en kald­ara fyr­ir norðan.

Þá stend­ur leiðang­ur tveggja skipa Norðmanna enn yfir og er gert ráð fyr­ir að gögn frá skip­un­um fimm sem taka þátt í leiðangr­in­um verða tek­in sam­an og greind upp úr miðjum ág­úst og niður­stöður kynnt­ar und­ir lok ág­úst.

Útbreiðsla og þéttleiki (rauðir fylltir hringir) makríls (efri) og síldar …
Útbreiðsla og þétt­leiki (rauðir fyllt­ir hring­ir) mak­ríls (efri) og síld­ar neðri ásamt hita­stigi í yf­ir­borðslagi sjáv­ar. Yf­ir­borðstog­stöðvar með eng­um afla af viðkom­andi teg­und eru táknaðar með svört­um punkt. At­hugið að kvarði fyr­ir þétt­leika er mis­mun­andi milli teg­unda. Einnig eru sýnd­ar dýpt­ar­lín­ur fyr­ir 200 m, 500 m og 1000 m. Kort/​Haf­rann­sókna­stofn­un
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »