Togarinn Örfisey er nú í sínum síðasta túr áður en skipið fer í slipp og á svo aðeins einn túr eftir áður en það verður selt. Arnar Haukur Ævarsson skipstjóri á Örfirisey mun því taka við starfi skipstjóra á frystitogaranum Vigra RE á móti Árna Gunnólfssyni, en Eyþór Atli Scott sem verið hefur skipstjóri á Vigra tekur við skipstjórn á Sólborgu RE sem Brim keypti síðastliðið haust, að því er fram kemur á vef Brims.
Ákvörðun um sölu Örfirseyjar var tekin samhliða kaupum Brims á grænlenska heilfrystitogaranum Tuukkaq, en hann mun fá nafnið Þerney. Það skip mun fara í sína fyrstu veiðiferð um miðjan ágúst.
Í færslu á vef Brims ræðir Arnar Haukur gang veiða á Halamiðum út af Vestfjörðum. „Það er fínasta fiskerí hérna en aflinn er mjög blandaður. Það er gríðarlegt magn af gullkarfa að þvælast fyrir og ýsu má finna á öllum miðum.“
Túrinn er rétt rúmlega hálfnaður en landað var 600 tonnum í millilöndun í síðustu viku. Fyrri hluta túrsins fóru veiðar fram aðallega á miðunum suðvestur af landinu.
„Við vorum einu sinni sem oftar að leita að ufsa. Það var ekki mikið um hann en við fengum ágætan karfaafla. Eitthvað var líka um ýsu og ufsa á Fjöllunum þar sem vorum lengst af. Við fórum svo norður á Látragrunn og Flugbrautina og fengum þar mokafla af hreinni ýsu. Aflinn fór mest í um tonn á mínútu þannig að það má segja með sanni að vinnslugetan hafi skammtað okkur aflann,” segir Arnar Haukur.
Eftir millilöndun var ákveðið að halda á Flubrautina svokallaða sem eru fiskimiðin rétt vestur af Snæfellsnesi. „Ýsuveiðin hafði ekkert gefið eftir. Við fórum svo í grunnkantinn og unnum okkur þaðan norður á Hala. Ufsinn hefur komið með en hér á Halanum eru það fyrst og fremst gullkarfinn og ýsan sem ráða ríkjum.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |