Samherji býður almenningi í heimsókn

Frystihús Samherja á Dalvík verður opið almenningi á morgun.
Frystihús Samherja á Dalvík verður opið almenningi á morgun. mbl.is/Gunnlaugur

Samherji opnar dyr frystihúss félagsins á Dalvík og býður almenningi að líta við í tilefni fiskidagsins mikla sem fer hátíðlega fram um helgina. Um er að ræða eina af tæknivæddustu fiskvinnslum á heimsvísu.

„Það hefur verið mikil ásókn í að skoða húsið og alla tæknina sem hérna er til staðar en aðgengið er mjög takmarkað þar sem um matvælaframleiðslu er að ræða. Okkur fannst ekki koma annað til greina en að sýna þetta magnaða hús á sjálfum Fiskideginum mikla, þar sem fiskur og sjávarafurðir eru í öndvegi,“ segir Sigurður Jörgen Óskarsson yfirverkstjóri í færslu á vef Samherja.

Frystihúsið var tekið í notkun í miðjum Covid-faraldri og hefur frá þeim tíma ekki verið hægt að sýna húsið í því umfangi sem stóð til að gera.

„Gangið í bæinn“

Samherji styrkir hátíðinarhöld fiskidagsins með ýmsum hætti, rétt eins og flest fyrirtæki á Dalvík, og koma fjölmargir starfsmenn Samherja að undirbúningi fiskidagsins mikla. Frystihúsið verður opið laugardag frá 12:30 til 14:30.

„Ég er nokkuð viss um að gestir verða margs vísari um íslenskan sjávarútveg eftir heimsóknina og hversu framarlega við Íslendingar stöndum. Fyrir hönd Samherja og starfsfólksins segi ég einfaldlega gjörið svo vel, gangið í bæinn og skoðið heimsins fullkomnasta fiskvinnsluhús,“ segir Sigurður Jörgen.

Fjöldi fólks sækir Dalvík heim á fiskidaginn mikla.
Fjöldi fólks sækir Dalvík heim á fiskidaginn mikla. Ljósmynd/Samherji

Afhenda gestum góðgæti

Þá segir í færslunni að Fanney Davíðsdóttir, matráður í mötuneyti Samherja á Dalvík, mun sjá um að afhenda gestum á öllum aldri góðgæti ásamt Júlíu Ósk Júlíusdóttur sem einnig er matráður í mötuneytinu.

„Já við verðum í gamla frystihúsinu og gefum fólki sælgæti sem þangað kemur, þetta verður bara stuð við búumst við fjölda gesta. Fiskidagurinn mikli hefur komið Dalvík á kortið og minnir okkur líka á að sjávarútvegurinn er okkar helsta atvinnugrein. Ég er stolt af því að starfa í greininni og íslenskur fiskur er besta hráefnið sem ég fæ til mín í mötuneytinu,“ segir Fanney.

Ljósmynd/Samherji

Sögulegir tónleikar

Á laugardagskvöldinu verða Fiskidagstónleikar í boði Samherja, sem enda með flugeldasýningu.

„Margir af þekktustu listamönnum landsins stíga á svið og skemmta fólki á öllum aldri. Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt ásamt gestasöngvurum, hljómsveit, raddsveit og dönsurum sjá til þess að allir skemmti sér konunglega. Ég get lofað því að þessir tónleikar verða þeir glæsilegustu í sögu Fiskidagsins mikla og þá er nú mikið sagt,“ segir Sigurður Jörgen.

Yfirverkstjóri í frystihúsi Samherja væntir þess að tónleikarnir verði þeir …
Yfirverkstjóri í frystihúsi Samherja væntir þess að tónleikarnir verði þeir bestu í sögu hátíðarinnar. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,63 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 796 kg
Ýsa 201 kg
Samtals 997 kg
21.11.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 2.795 kg
Þorskur 1.636 kg
Samtals 4.431 kg
21.11.24 Sindri BA 24 Landbeitt lína
Þorskur 483 kg
Ýsa 468 kg
Samtals 951 kg
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,63 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 796 kg
Ýsa 201 kg
Samtals 997 kg
21.11.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 2.795 kg
Þorskur 1.636 kg
Samtals 4.431 kg
21.11.24 Sindri BA 24 Landbeitt lína
Þorskur 483 kg
Ýsa 468 kg
Samtals 951 kg
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg

Skoða allar landanir »