Skaginn 3X hefur sagt upp 27 starfsmönnum fyrirtækisins á Ísafirði og ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins þar. Samþætta á alla framleiðslu fyrirtækisins á Akranesi, en hingað til hefur félagið haft starfsstöðvar í báðum sveitarfélögum. Þungum rekstri fyrirtækisins er kennt um þessa niðurstöðu.
Árið 2020 var tilkynnt um kaup alþjóðlega fyrirtækisins Baader á 60% hlut í Skaganum 3X og var þá haft eftir sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga sem tóku mjög jákvætt í kaupin, en fulltrúar fyrirtækjanna höfðu þá kynnt áform þess sem áttu að fela í sér vöxt og aukna framleiðslu, ásamt því að stórefla rannsóknir og þróunarstarf á báðum stöðum.
Í fyrra var svo greint frá því að Baader hefði keypt þau 40% sem eftir stóðu, en síðar það sama ár tók Sigsteinn Grétarsson við sem forstjóri Skagans, en hann hefur áður meðal annars starfað sem aðstoðarforstjóri Marels.
Í tilkynningu frá Skaganum 3X í dag segir að ákvörðunin um að leggja starfsstöðina á Ísafirði niður sé afar þungbær, en byggist á umfangsmikilli endurskipulagningu. Hafi ákvörðunin þegar verið kynnt bæjaryfirvöldum á Ísafirði og verkalýðsfélögum.
„Rekstur Skagans 3X hefur verið mjög þungur síðustu misseri og eins og áður hefur komið fram þurfti fyrirtækið að fara í viðamikið endurmat á skuldbindingum og kröfum í kjölfar eigendaskipta. Þá hefur ólga verið á helstu mörkuðum þess síðustu misseri, bæði vegna stríðsátaka sem tengjast Rússlandi og Covid heimsfaraldrinum. Við höfum velt við hverjum steini þar sem þær rekstrar- og markaðslegu forsendur sem lagt var upp með við eigendaskiptin hafa ekki gengið eftir. Niðurstaðan varð sú að samþætta alla framleiðslu á Akranesi,“ er haft eftir Sigsteini í tilkynningunni.
Áfram á að vinna að því að samþætta starfsemina hér á landi við alþjóðlega starfsemi Baader.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |