Ekki merkjanleg áhrif á komu ferðamanna

Hvalveiðar þykja víðast hvar umdeidlar en virðast ekki hafa áhrif …
Hvalveiðar þykja víðast hvar umdeidlar en virðast ekki hafa áhrif á áhuga fólks erlendis á ferðalögum til Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvalveiðar hefur haft lítinn þjóðhagslegan ávinning þar sem útflutningsverðmæti afurðanna sem og magn afurða sem seldar eru úr landi er mjög lítill hluti af heildarútflutningi. Á sama tíma hafa hvalveiðar ekki merkjanlega neikvæð áhrif á aðrar greinar íslensks efnahagslífs, þvert á fullyrðingar þess efnis síðustu ár.

Þetta má lesa úr niðurstöðum skýrslu ráðgjafafyrirtækið Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi sem unnin er fyrir Matvælaráðuneytið.

„Erfitt er að draga miklar ályktanir um að hvalveiðar hafi yfirhöfuð mikil áhrif á útflutningshagsmuni Íslands þar sem ekki verður séð að hvalveiðar dragi úr komu ferðamanna til landsins né öðrum útflutningi vöru og þjónustu. Þessi áhrif eru ekki merkjanleg, að öðru óbreyttu, þrátt fyrir augljósa og mikla andstöðu almennings í helstu viðskiptalöndum okkar við hvalveiðar yfirleitt,“ segir meðal annars í niðurstöðum skýrslunnar sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins.

Fram kemur að viðhorf fólks erlendis til hvalveiða sé mjög neikvætt en „ekki er hægt að fullyrða að þau viðhorf hafi merkjanlega neikvæð efnahagsleg áhrif hér á landi s.s. að auka verulega erfiðleika við að selja framleiðsluvörur okkar erlendis eða dragi úr aðdráttarafli Íslands sem ferðamannalands. Aðrir þættir en neikvæð viðhorf til hvalveiða Íslendinga virðast vega þyngra hvað varðar ákvarðanir um að eiga í viðskiptum við íslensk fyrirtæki eða hvort sækja beri landið heim.“

Hvalveiði virðist ekki fæla ferðamenn frá landinu né kaupendur frá …
Hvalveiði virðist ekki fæla ferðamenn frá landinu né kaupendur frá íslenskum útfluningsvörum eða þjónustu. mbl.is/Sigurður Ægisson

Ekki arðbær grein

Um efnahagsleg áhrif hvalveiðanna sjálfa segir að þau séu ekki mikil og er vísað til þess að útflutningsverðmæti hvalafurða hafi náð hámarki 2016 þegar þær námu 0,6% af útflutningsverðmætum sjávarafurða.

„Ekki verður séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum í því rekstrarumhverfi sem greinin hefur búið við. Laun þeirra sem vinna við hvalveiðar og vinnslu eru mun hærri en í flestum öðrum greinum, en vinnan er bæði vaktavinna og bundin við vertíðartímabilið sem er alla jafna um fjórir mánuðir á ári. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu ekki efnahagslega mikilvægar í þjóðhagslegu samhengi þá eru þær mikilvægar fyrir þá einstaklinga sem starfa í greininni á vertíðinni. Ætla má að þeir einstaklingar sem alla jafna vinna í greininni verði af töluverðu tekjutapi verði þeir að vinna við önnur störf í stað hvalveiða og vinnslu,“ segir í skýrslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »