Hagnaður Brims dregst saman milli ára

Höfuðstöðvar Brims við Grandagarð.
Höfuðstöðvar Brims við Grandagarð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hagnaðist um 10 milljónir evra, eða rúma 1,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðingi 2023 samanborið við 22 milljóna evra hagnað á sama tíma á síðasta ári. Samdrátturinn nemur 55% milli ára.

Tekjur fyrirtækisins drógust einnig saman. Þær voru 109 milljónir evra, eða 15,6 milljarðar króna, á fjórðungnum samanborið við 149 milljónir evra, eða 21,2 milljarða króna á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu frá félaginu segir að eignir hafi hækkað um 12 milljónir evra frá áramótum og námu 955 milljónum evra, eða 137 milljörðum króna, í lok tímabilsins.

Eigið fé félgasins þann 30. júní 2023 var 442 milljónir evra og eiginfjárhlutfall er 46,2%.

Viðunandi afkoma

Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins segir að afkoman af rekstri Brims það sem af er ári sé viðunandi. Aðstæður séu engu að síður krefjandi og ýmis teikn á lofti um að herða þurfi róðurinn.

„Þegar horft er um öxl sést að hagnaður á öðrum fjórðungi er sá þriðji mesti í a.m.k. áratug. Aðeins í fyrra og hitteðfyrra var hann meiri. Þá sjáum við einnig að hagnaður á fyrri helmingi árs hefur aðeins einu sinni verið meiri en það var í fyrra þegar uppsjávarafurðir voru seldar í óvenjumiklu magni,“ segir Guðmundur í tilkynningunni.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.

Blikur á lofti

Hann segir að þegar litið sé til næstu missera séu blikur á lofti og framlegðin af starfseminni fari minnkandi. „Veiðar og vinnsla uppsjávartegunda hefur verið nokkuð stöðug en niðurskurður aflaheimilda í bolfiski er farinn að bíta – aflinn er minni, það dregur úr hagkvæmni sem skilar sér í minni framlegð.“

Guðmundur segir aðstæður á alþjóðamörkuðum hafi áfram verið erfiðar á fyrri hluta ársins. Lægra verð á sjófrystum þorski og ýsu hafi haft neikvæð áhrif og einnig hafi verð á loðnuhrognum lækkað verulega frá síðasta ári. „Mikilvægt er að hafa í huga að á öðrum ársfjórðungi í fyrra voru miklar sölutekjur af loðnuhrognum sem ekki varð í ár og því situr félagið á umtalsverðum birgðum,“ bendir Guðmundur á.

Hann ræðir einng efnahagsaðstæður bæði hér heima og ytra, þar sem verðbólga sé mikil og vextir háir. Það hafi einnig þyngt róðurinn sem sjáist á að fjármagnskostnaður á fyrri hluta ársins var rúmlega tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra.

Stoðirnar styrktar

„Á fyrri hluta ársins hélt fyrirtækið áfram að styrkja stoðir starfseminnar með fjárfestingum í traustum innviðum. Bæði var keyptur frystitogari sem hlotið hefur nafnið Þerney og þá var gengið endanlega frá kaupum Brims á 50% hlut í danska vinnslu- og sölufélaginu Polar Seafood Denmark. Brim hefur á síðustu árum lagt áherslu á að treysta alla hlekkina í virðiskeðju félagsins. Með fjárfestingunni í Polar Seafood hefur Brim styrkt markaðsstöðu sína umtalsvert og aukið möguleika félagsins á að finna afurðum sínum leið á verðmæta markaði,“ segir Guðmundur einnig í tilkynningunni.

Hann segir ljóst að framundan séu tímar sem kalli á aðgát og aukið aðhald. „Brim er öflugt félag sem stendur fjárhagslega sterkt og þolir ágjöf. Starfsfólk hefur marga fjöruna sopið og getur tekist á við breytingar og erfiðleika eins og vel hefur komið í ljós á síðustu árum. Við erum því full bjartsýni þó svo við búum okkur undir að syrt geti í álinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka