42% minni makrílstofn

Frá yfirborðstogi í uppsjávarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Aðeins 10% af heildarlífmassa makríls …
Frá yfirborðstogi í uppsjávarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Aðeins 10% af heildarlífmassa makríls mældist í íslenskri lögsögu en talið var að um 19% lífmassans væri við Ísland á síðasta ári. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

Niður­stöður sam­eig­in­legra mæl­inga Íslend­inga, Fær­ey­inga, Norðmanna og Dana á stofn­stærð mak­ríls sýna að mkríl­stofn­inn hafi minnkað um 42% frá ár­inu 2022 og er stofn­vís­ist­al­an nú 4,3 millj­ón­ir tonn sem er minnsti líf­massi sm mælst hef­ur frá ár­inu 2007. Þá fannst mun minna af mak­ríl í ís­lenskri lög­sögu en í fyrra.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Þar seg­ir að vísi­tala stofns­ins sé „tæp­lega 40% lægri en lang­tímameðaltal gagnaserí­unn­ar (7,1 millj­ón­ir tonna). Bygg­ir vísi­tal­an á afla í alls 218 stöðluðum yf­ir­borðstog­um á fyr­ir­fram ákveðnum stöðvum. Eng­ar tog­stöðvar voru með ein­stak­lega mik­inn afla líkt og sum­arið 2022, og óvissu­mörk í kring­um matið því mun minni í ár.“

Þá var út­breiðsla mak­ríls við Ísland minni í sum­ar en á síðasta ári. Fannst mesti þétt­leik­inn fyr­ir sunn­an land og fannst mak­ríll bæði yfir land­grunn­inu og við land­grunns­brún­ina. Lítið mæld­ist af mak­ríl fyr­ir vest­an land sam­an­borið við 2022. Um 10,3% af heild­ar­líf­massa mak­ríls mæld­ist í ís­lenskri land­helgi sam­an­borið við 18,9% síðasta ár. Líkt og und­an­far­in ár var meiri hluti stofns­ins í Nor­egs­hafi og þá sér­stak­lega norðaust­an til.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is

Niður­stöðurn­ar feng­ust í sam­eig­in­leg­um upp­sjáv­ar­leiðangri Íslend­inga, Fær­ey­inga, Norðmanna og Dana sem far­inn var á tíma­bil­inu 1. júlí til 3. ág­úst 2023.

„Meg­in­mark­mið þessa ár­lega leiðang­urs var að meta magn upp­sjáv­ar­fiska í Norðaust­ur-Atlants­hafi að sum­ar­lagi en jafn­framt að rann­saka vist­kerfi og um­hverfi sjáv­ar. Leiðang­urs­svæðið var 2,4 millj­ón fer­kíló­metr­ar sem er 19% minna en síðasta ár þar sem ekki var farið inn í Græn­lenska land­helgi og ein­ung­is suður að 62°N breidd­ar­gráðu í Íslands­djúpi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Niður­stöður leiðang­urs­ins fyr­ir mak­ríl voru kynnt­ar inn­an stofn­mats­vinnu­nefnd­ar Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) á miðviku­dag. Þær eru, ásamt öðrum gögn­um, notaðar við mat á stofn­stærð mak­ríls en ICES mun birta ráðgjöf um afla­mark næsta árs fyr­ir mak­ríl, norsk-ís­lenska síld og kol­munna þann 29. sept­em­ber.

Hærri meðal­hiti

Fram kem­ur að meðaltals­hita­stig í yf­ir­borðslög­um sjáv­ar aust­an, sunn­an og vest­an við Ísland hafi verið hærri í júlí en á sama tíma í fyrra og einnig yfir meðaltali síðustu 20 ára. Í Nor­egs­hafi var yf­ir­borðshiti einnig yfir meðaltali síðustu 20 ára en und­ir meðaltali fyr­ir norðan Ísland.

Vísi­tala um magn dýra­svifs á hafsvæðinu í júlí við Ísland og í Nor­egs­hafi jókst sam­an­borið við und­an­far­in tvö sum­ur og var álíka og lang­tímameðaltal leiðang­urs­ins síðan 2010, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar.
Mak­ríll í haf­inu á Sval­b­arðasvæðinu í sum­ar. Ljós­mynd/​Hav­forskn­ings­instituttet
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »