Starfshópur segir mögulegt að bæta veiðiaðferðir

Hvalveiðibanni á að ljúka 1. september, að öllu óbreyttu.
Hvalveiðibanni á að ljúka 1. september, að öllu óbreyttu.

Starfs­hóp­ur skipaður af mat­vælaráðherra um hval­veiðar telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Telur hann ekki unnt að útiloka að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum.

Svandís Svarvars­dótt­ir mat­vælaráðherra skipaði starfs­hóp sem falið var að finna mögu­leg­ar lausn­ir til þess að fækka frá­vik­um við veiðar á langreyðum. Einnig á hóp­ur­inn að meta til­lög­ur sem áður hafa komið fram. Tímabundnu hvalveiðibanni lýkur á föstudag, 1. september.

Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar.

Í skip­un­ar­bréf­i hóps­ins er rakið álit fagráðs um vel­ferð dýra og sagt að leggja þurfi aft­ur spurn­ing­ar fyr­ir sér­fræðinga um hvort hægt sé að stunda hval­veiðar inn­an ramma laga um vel­ferð dýra.

Ráðuneytið skoðar skýrsluna

Segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að starfshópurinn hafi skilað af sér skýrslunni, en skilafresti lauk á miðvikudaginn var.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:

  • Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum.
  • Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar.
  • Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra.

Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu, segir í tilkynningunni.

Skýrsluna má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 398,46 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 409,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 364,97 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,91 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,20 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kambur HU 24 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 847 kg
16.7.24 Smári ÍS 144 Handfæri
Steinbítur 33 kg
Samtals 33 kg
16.7.24 Steðji VE 24 Handfæri
Þorskur 782 kg
Karfi 5 kg
Samtals 787 kg
16.7.24 Blíða VE 263 Handfæri
Ufsi 22 kg
Karfi 12 kg
Þorskur 10 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 45 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 398,46 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 409,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 364,97 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,91 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,20 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kambur HU 24 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 847 kg
16.7.24 Smári ÍS 144 Handfæri
Steinbítur 33 kg
Samtals 33 kg
16.7.24 Steðji VE 24 Handfæri
Þorskur 782 kg
Karfi 5 kg
Samtals 787 kg
16.7.24 Blíða VE 263 Handfæri
Ufsi 22 kg
Karfi 12 kg
Þorskur 10 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 45 kg

Skoða allar landanir »