Þegar birt áform um ný heildarlög um fiskveiðar

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra kynnir niðurstöður starfshópa Auðlindarinnar okkar. Nú þegar …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra kynnir niðurstöður starfshópa Auðlindarinnar okkar. Nú þegar hafa verið birt áform um frumvarp í samræmi við tillögurnar í samráðsgátt. Lósmynd/stjórnarráðið: Sigurjón Ragnar

Matvælaráðuneytið hefur þegar birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu er snýr að því að leggja fyrir Alþingi frumvarp að nýjum heildarlögum um fiskveiðistjórnun landsins. Ný heildarlög er eitt af tillögum starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar, en lagt hefur verið til að skýra og einfalda regluverk um fiskveiðistjórnun.

Frumvarpið mun byggja á 30 breytingatillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem starfshóparnir hafa lagt til og kynntar voru í hádeginu í dag, að því er fram kemur í tilkynningu sem birt hefur verið í samráðsgáttinni.

Ný heildarlög koma í stað níu eldri laga. Lög um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, lög um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, lög um vinnslu afla um borð í skipum, lög um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, lög um umgengni um nytjastofna sjávar, lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, lög um stjórn fiskveiða og lög um veiðigjald.

Kvótakerfi við þrengri skilyrði

Lagt er til að til grundvallar fiskveiðistjórnunarkerfisins verður áframhaldandi stýring sóknar með aflamarki eða því sem þekkt er sem kvóti.

Hins vegar er lagt til að skilgreining á yfirráðum í reglum um hámarks aflahlutdeild útgerða verður þrengd til að samræmast viðmiða samkeppnislaga og skilgreining tengdra aðila útvíkkuð svo að annarskonar eignartengsl en yfirráð falli líka undir skilgreininguna að ákveðnu leyti.

Frá kynningu tillagna starfshópanna í dag.
Frá kynningu tillagna starfshópanna í dag. Lósmynd/stjórnarráðið: Sigurjón Ragnar

Auk þess er lagt til að komið verði á reglum um reglubundna og viðvarandi upplýsingagjöf til Fiskistofu um eigna og stjórnunartengsl útgerða, auk opinberrar birtingar slíkra upplýsinga að hluta.

„Ekki er ástæða til að ætla að reglur um upplýsingaskyldu íþyngi í raun fyrirtækjum sem falla undir hana, enda er um að ræða upplýsingar sem almennt liggja fyrir hjá fyrirtækjum eða auðvelt er að afla í öllu falli. Í ljósi markmiðsins um að undirbyggja traust til atvinnugreinarinnar má fremur ætla að ávinningurinn af auknu gagnsæi vegi töluvert þyngra en íþyngjandi áhrif upplýsingaskyldu ef einhver eru,“ segir í skýrslu starfshópanna.

Starfshóparnir opna hins vegar á að hámarkshlutdeild útgerðarfyrirtækja verði hærri en gildir um aðrar útgerðir séu þau srkáð í kauphöllina og uppfylla þannig skilyrði um dreifðara eignarhald. „Áhrifin af slíkri breytingu þyrfti að meta vandlega áður en lengra væri haldið,“ segir í skýrslunni.

Öll viðskipti skráð

Einnig er lagt til að „viðskipti með aflaheimildir verði háð skráningu í miðlægt kerfi og að grunnupplýsingar um einstök viðskipti verði birtar opinberlega með sambærilegum hætti og á við um viðskipti með verðbréf og hrávöru. Slík skráning hefur margvíslegan ávinning í för með sér m.a. í formi aukins gagnsæis og aðgengis opinberra aðila að viðkomandi upplýsingum.“

Telja starfshóparnir „mikilvægt að skráning upplýsinga nái til þess hvernig aflaheimildir eru metnar til verðs í einstökum viðskiptum, hvort sem aflaheimild skiptir um hendur með framsali, samruna eða yfirtöku lögaðila eða öðrum hætti. Með miðlægri og opinberri skráningu viðskipta með aflaheimildir má jafnframt tryggja yfirsýn yfir rekjanleika viðskiptanna og réttindaskráningu varðandi aflaheimildir og rétthafa á hverjum tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »