Íslandi komið á þörungakortið

Arctic Algae er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um rækt og vinnslu …
Arctic Algae er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um rækt og vinnslu þörunga sem haldin hefur verið á Íslandi. Vincent Doumeizel var meðal fyrstu frummælenda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um rækt og vinnslu þörunga sem haldin hefur verið á Íslandi var sett í Hörpu í Reykjavík í morgun. Fer hún fram undir nafninu Arctic Algae og segja skipuleggjendur mikinn áhuga á greininni en uppselt er á ráðstefnuna.

„Við erum ofboðslega ánægð sem samtök að ná að fylla okkar fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu um smá- og stórþörunga. Þetta eru yfir 160 manns á staðnum og um 40 á netinu, þannig að þetta er samtals fleiri en tvö hundruð,“ segir Sigurður Pétursson, formaður Samtaka íslenskra þörungafélaga.

Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga.
Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga. Ljósmynd/Sæbýli

Sigurður segir þátttökuna til marks um hve mikið vaxtarskeið er hafið í greininni hér á landi. „Einnig sýnir þetta áhugann á tækifærum til ræktunar sem og öllum þeim milljónum tonna af þörungum sem þegar eru í hafinu og við gætum verið að nýta betur. Svo er Ísland einstakt að því leiti að vera með fyrirtæki sem er í fremstu röð á heimsvísu í smáþörungarækt, það vekur athygli. Helmingur þátttakenda eru erlendis frá og nýta ferðina í að kynna sér starfsemi sem tengjast smá- og stórþörunga hér á landi.“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti ráðstefnuna í morgun og er matvælaráðuneytin meðal þeirra sem styðja við ráðstefnuna. Þá eru meðal frummælenda og þátttakenda á ráðstefnunni, sem lýkur á morgun, fjöldi íslenskra sérfræðinga og atvinnurekenda sem og erlendra. Fyrsti frummælandi ráðstefnunnar var Vincent Doumeizel, sérstakur ráðgjafi Samtaka Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (e. Global Compact).

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar áhugi á næstu ráðstefnu

„Það eru 30 félög sem tengjast þessum samtökum og það hefur verið talað um það frá stofnun samtakanna að Ísland hafi ekki verið á þörungakortinu og til að koma Íslandi á kortið þyrfti að halda alþjóðlega ráðstefnu. Því höfum við komið á og hefur tekist vel til,“ segir Sigurður.

„Fyrsta degi hefur ekki verið lokið og það hafa komið þó nokkuð margir og sagt að við þurfum að halda þetta árlega. Við erum með land norðarlega sem er með kaldan sjó sem gefur einstaka möguleika til ræktunar í sjó, við erum einnig með jarðvarma og græna raforku sem gefur frábæra möguleika til ræktunar á landi. Ísland er kannski óska ríkið í starfsemi sjálfbært aflaðra þörunga og ræktunar. Þetta held ég hafi vakið athygli þeirra sem hafa komið erlendis frá, en svo lærum við af þeim sem koma hingað sem hafa reynslu af miklu stærri framleiðslu en okkur hefur tekist að koma á hér.“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti ráðstefnuna.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti ráðstefnuna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bergur Ebbi var kynnir á ráðstefnunni.
Bergur Ebbi var kynnir á ráðstefnunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »