Ólafur E. Jóhannsson
„Við fljótan yfirlestur reglugerðarinnar sýnist mér að við getum alveg lifað með þessu,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið, þegar leitað var viðbragða hans við reglugerð sem matvælaráðherra setti um hvalveiðar og birt var í Stjórnartíðindum um miðjan dag í gær.
Í reglugerðinni eru sett margvísleg ströng skilyrði um hvernig að veiðunum skuli staðið, en einnig skilyrði um þjálfun, fræðslu og hæfni áhafnar, gert er skylt að halda gæðahandbók sem aðgengileg sé eftirlitsstofnunum sem eru Matvælastofnun og Fiskistofa, en einnig hefur matvælaráðuneytið aðgang að henni.
Í gæðahandbókinni á m.a. að lýsa verklagi við skimun hvalkálfa, áætlun um lengd dýrs og framkvæmd og undirbúning endurskota, svo nokkuð sé nefnt. Ýmis skilyrði eru sett um veiðibúnað, skotfæri og ýmsan annan búnað sem veiðunum tengist. Einnig er þar að finna ákvæði um skotvinkil, hámarkslengd skotfæris og endurskot.
„Ég er ekki búinn að lúslesa reglugerðina mörgum sinnum en mér sýnist að ákvæði hennar kveði að mestu leyti á um það sem við höfum verið að gera hvort eð er. Núna vilja menn fá þetta á blaði, sem er ekki eins og verið hefur, en við munum auðvitað fara að þeim fyrirmælum,“ segir Kristján.
„Gæðahandbækur eins og gerð er krafa um í reglugerðinni lýsa bara verklagi. Áður unnu menn eftir tilteknu verklagi en voru ekkert að skrifa það niður í handbók. Nú vilja menn að slík heilbrigð skynsemi sé sett niður á blað.
Ég sé ekki að þetta atriði verði nein fyrirstaða fyrir okkur. Við höfum nú þegar haldið námskeið með erlendum sérfræðingi, sem hitti nefndina sem hafði veiðiaðferðirnar til skoðunar, en við höfum reyndar haldið slík námskeið mörg undanfarin ár með þeim manni. Námskeiðið var haldið með áhöfnum hvalbátanna nú í vor og stóð í heilan dag. Þar fórum við yfir flest þau atriði sem fram koma í reglugerðinni,“ segir Kristján.
– Hvenær ætlið þið að leggja í hann?
„Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |