Hefur drónaeftirlitið dregið úr brottkasti?

Sífellt meira magni er landað sam VS-afla. Það kann að …
Sífellt meira magni er landað sam VS-afla. Það kann að vera vísbending sem styður kenningu um minna brottkast. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stórfelld aukning í VS-afla hefur átt sér stað undanfarin ár, en VS-afli sem er afli sem skipstjóra er heimilt að ákveða að reiknist ekki til kvóta skipsins. Þessi heimild takmarkast við 0,5% af uppsjávarafla og 5% af öðrum sjávarafla og er hugsunin að þetta úrræði dragi úr brottkasti á afla sem viðkomandi fiskiskip hafi ekki veiðiheimildir fyrir.

Fiskistofa tók upp eftirlit með drónum árið 2021 og sást þá brottkast í 44,26% af eftirlitsflugi stofnunarinnar. Hlutfallið var síðan orðið 30,92% árið 2022. „Heilt yfir má telja að það hafi dregið úr brottkasti. Ástandið er engu að síður það að brottkast er greint í 20% flugferða það sem af er ári,“ segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá stofnuninni, í síðasta blaði 200 mílna.

Samkvæmt skráningu Fiskistofu hefur á yfirstandandi fiskveiðiári verið landað 6.683 tonnum af svokölluðum VS-afla sem er 63% aukningt frá síðasta fiskveiðiári. Þar af er rétt rúmur helmingur þorskur, eða tæp 3.556 tonn, og er það 62% aukning frá fyrra fiskveiðiári. Jafnframt eykst ýsuafli sem skráður er sem VS-afli um 51% í 2.171 tonn, en gullkarfi sem flokkaður er sem slíkur afli er kominn í 586 tonn sem er tæplega fjórföldun frá fiskveiðiárinu 2021/2022.

Elín segir ekki liggja fyrir nákvæm skýring á þessari þróun og enn eigi eftir að greina betur stöðuna. Hins vegar eru vísbendingar um að dregið hafi úr brottkasti og kann að vera að skipstjórar séu í auknum mæli að nýta VS-aflaheimildina.

Nánar er fjallað um málið í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 612,42 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 682,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 406,34 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 302,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 303,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,12 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 612,42 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 682,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 406,34 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 302,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 303,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,12 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »