Sendi friðarmerkið og synti á brott

Sundmaðurinn sendi konunum friðarmerkið áður en hann synti á brott.
Sundmaðurinn sendi konunum friðarmerkið áður en hann synti á brott. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjósundmaður lagði leið sína að hvalveiðibátum Hvals hf. í kvöld og sendi mótmælendum, sem staðið hafa í möstrum bátanna síðan klukkan 5 í morgun, friðarmerkið. Synti hann svo á brott. 

Átti hann í orðaskiptum við einhvern á bryggjunni, sem blaðamaður náði ekki að greina, áður en hann spurði „hvernig átti ég að vita það?“.

Aðgerðarsinnarnir Elissa Biou og Ana­hita Baba­ei hlekkjuðu sig við möstur bátanna í morgun og hafa verið þar síðan, til þess að mótmæla ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að heimila hvalveiðar á ný.

Sundmaðurinn synti upp að hvalbátunum.
Sundmaðurinn synti upp að hvalbátunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan hefur verið á svæðinu meira og minna í allan dag og hefur samningahópur lögreglunnar þrisvar sinnum klifrað upp og reynt að telja konurnar á að koma niður.

Lögregla hefur í þrígang rætt við konurnar.
Lögregla hefur í þrígang rætt við konurnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skömmu áður en sundmaðurinn heilsaði upp á mótmælendur sigldi báturinn Sóla fram hjá hvalveiðibátunum. Um borð var maður sem hélt á skilti sem á stóð: „Go home and shame on you“ sem þýða mætti sem: „Farið heim og skammist ykkar“.

Dansa og syngja með mótmælendum 

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Reykjavíkurhöfn í dag til þess að sýna konunum stuðning í verki. Þegar líða tók á kvöldið voru þar settir upp hátalarar og má sjá konurnar dansa og syngja með öðrum mótmælendum. 

Aðgerðarsinnar spila tónlist og dansa við höfnina.
Aðgerðarsinnar spila tónlist og dansa við höfnina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í samtali við mbl.is í dag að ekki væri búið að ákveða um næstu skref, en stúlkurnar fengju þó ekkert að borða fyrr en þær kæmu niður. 

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir var við höfnina í dag.
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir var við höfnina í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »