Standa sem fastast eftir samningaviðræður

Samningahópur lögreglunnar ræddi við mótmælendur í kvöld.
Samningahópur lögreglunnar ræddi við mótmælendur í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Konurnar standa enn sem fastast í möstrum hvalveiðiskipa Hvals hf. eftir samningarviðræður við lögreglu sem hófust um tuttugu mínútum yfir sex. 

Samningahópur lögreglunnar fór um borð í hvalveiðibátana klukkan sex í kvöld. Um klukkan 18:20 voru tveir lögreglumenn komnir upp í sitthvort mastrið þar sem þeir ræddu við stúlkurnar sem þar hafa staðið síðan í morgun, til þess að mótmæla ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að heimila hvalveiðar á ný.

Ekki er ljóst hvað fór á milli lögreglumannanna og mótmælendanna, en svo virtist sem samtalið hafi verið á léttu nótunum því heyra mátti hlátrasköll inn á milli.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lyfti upp höndum við fögnuð viðstaddra

Samræðunum í öðru mastrinu lauk um korteri síðar þegar lögreglumaðurinn kom sér niður, honum virðist þó ekki hafa tekist að sannfæra konuna um að fylgja á eftir sér, enda stóð hún enn sem fastast í mastrinu. 

Í hinu mastrinu ræddi lögreglumaðurinn öllu lengur við konuna, en fyrr í morgun lagði lögregla hald á matarbirgðir hennar. Þegar lögreglumaðurinn undirbjó sig undir að klifra niður lyfti konan upp höndum og viðstaddir fögnuðu.  

Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í samtali við mbl.is, rétt fyrir viðræðurnar að ekki væri ákveðið hvenær gripið yrði til aðgerða. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »