Telja sig hafa bjargað 4-8 hvölum

Imo­gen Sawyer er hér á landi á veg­um Paiak­an-verk­efn­is Bret­lands­deild­ar …
Imo­gen Sawyer er hér á landi á veg­um Paiak­an-verk­efn­is Bret­lands­deild­ar Paul Wat­son-sam­tak­anna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Imogen Sawyer, sem stödd er hér á landi á vegum Paul Watson-samtakanna, segir aðgerðir mótmælendanna tveggja sem hlekkjuðu sig við möstur Hvals 8 og 9 við Reykjavíkurhöfn í gær og í dag hafa bjargað lífum fjögurra til átta hvala.

Þrátt fyrir að til átaka hafi komið við höfnina í dag segir Imogen samtökin ekki líða ofbeldi.

Imogen segir konurnar tvær, þær Anahitu Babaei og Elissu Biou, sem yfirgáfu möstrin í dag eftir að hafa hlekkjað sig við þau í  tæplega einn og hálfan sólarhring, hafa unnið mikið þrekvirki. 

„Þær hafa verið alveg ótrúlegar,“ segir Imogen. „Þetta er gífurleg hvatning fyrir fólk sem er að reyna að binda enda á hvalveiðar á Íslandi.“

Sýndu borgaralega óhlýðni

Að sögn Imogen tókst konunum tveimur að bjarga lífi margra hvala með aðgerðum sínum. „Fyrst hélt veðrið hvalveiðimönnum inni, en síðan hafa þær gert það. Hvert þessara skipa getur dregið tvo hvali til baka á einum sólarhring og því hafa þær bjargað fjórum til átta hvölum með því að sitja þarna og mótmæla án þess að beita ofbeldi. Þannig sýndu þær borgaralega óhlýðni til þess að vekja athygli á málstaðnum og í viðleitni til þess að bjarga hvölunum,“ segir Imogen. 

Frá mótmælunum í dag á meðan mótmælendurnir voru enn upp …
Frá mótmælunum í dag á meðan mótmælendurnir voru enn upp í möstrunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vinnu okkar er ekki lokið“

Hún segir samtökin ekki hyggjast yfirgefa Ísland á næstunni og fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra Hvals hf.

„Vinnu okkar hér er ekki lokið. Fyrirtæki Kristjáns Loftssonar mun draga dauðar langreyðar upp slippinn við hvalstöðina innan skamms. Hann er spenntur fyrir því að komast út og veiða sinn fyrsta hval [í ár] til að sýna öllum hversu magnaður hann er.

Við munum vera á staðnum og skrásetja hvern einasta hval sem kemur upp í slippinn svo við getum haldið áfram að sýna heiminum hvernig hann fer með dýrin. Okkar vinna helst síðan í hendur við vinnu MAST sem vinnur á skipinu, tekur upp og skjalfestir,“ segir Imogen. 

Konurnar voru handteknar þegar þær komu niður. Þeim hefur nú …
Konurnar voru handteknar þegar þær komu niður. Þeim hefur nú verið sleppt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Harmar að til átaka hafi komið

Imogen segist þykja miður að komi hafi til átaka á milli mótmælenda og lögreglu í dag og tekur það skýrt fram að hópurinn líði ekki ofbeldi af neinu tagi. Þá streittist mótmælandi á móti handtöku lögreglu eftir að hafa farið inn á lokað svæði til þess að kalla til kvennanna tveggja. 

„Við erum ofbeldislaus aðgerðasamtök,“ segir Imogen. „Við skiljum þó hvers vegna hún var örvæntingarfull og vildi komast úr aðstæðunum. Auk þess skiljum við lætin og óttann sem hún upplifði þegar maður sem var tvisvar sinnum stærri en hún greip hana svo fast að nú þegar er farið að votta fyrir mari á handlegg hennar.“

Loks segir Imogen ekki standa til að samtökin skipuleggi mótmæli á Íslandi. „Við erum meira en fús til þess að koma og sýna stuðning og samstöðu, en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa aðallega verið af Íslendingum sem og þessum tveimur hugrökku baráttukonum sem sátu í skipunum í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »