Auðlindagjöld skili 12,2 milljörðum króna

Gert er ráð fyrir að ríkissjóður innheimti 2,1 milljarð króna …
Gert er ráð fyrir að ríkissjóður innheimti 2,1 milljarð króna á árinu 2024 vegna verðmætagjalds á fiskeldi. mbl.is/Gunnlaugur

Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af auðlindagjöldum á sjávarútveg og fiskeldi verði 12,2 milljarðar króna árið 2024. Þar af er 2,1 milljarður vegna verðmætagjalds af fiskeldi, að því er fram kemur um tekjur ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Aukning í gjaldtöku af fiskeldi verður til af samverkandi ástæðum. stærstan hluta hækkunarinnar má rekja til þess að verðmætagjaldið er hækkað úr 3,5% í 5%. Gerist þetta samhliða fyrirséðar hækkunar innheimtuhlutfalls í samræmi við aðlögunarákvæði sem fylgdi lagasetningu um gjaldtökuna sem samþykkt var árið 2019. Ákvæðið kveður á um að gjald á fiskeldi verði innleitt í stigum. Var í byrjun innheimt einn sjötti af gjaldinu og svo á að bæta við einum sjötta hluta fram til ársins 2026 þegar gjald leggst á að fullu.

Auk þessara beinu þátta er snúa að álagningu verðmætagjalds er gert ráð fyrir framleiðsluaukningu fiskeldis hér á landi sem skila mun auknum tekjum í ríkissjóð.

Veiðigjald á sjávarútveg gæti skilað um 10 milljörðum króna á …
Veiðigjald á sjávarútveg gæti skilað um 10 milljörðum króna á næsta ári. mbl.is/Gunnlaugur

Veiðigjaldið sem innheimt er af sjávarútveginum byggir á afkomu við veiða hvers nytjastofns tveimur árum fyrir álagningu gjaldsins og er lagt á í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla. Það er því ekki öruggt nákvæmlega hverjar tekjur ríkissjóðs verða en samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir um 10 milljörðum króna.

Endanleg tekjuáætlun fyrir árið 2024 verður endurskoðuð þegar endanleg ákvörðun um álagningu veiðigjalda árið 2024 liggur fyrir hjá Skattinum í byrjun desember, að því er segir í kynningu á vef stjórnarráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 602,29 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 438,35 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 409,81 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 396 kg
Sandkoli 82 kg
Samtals 478 kg
18.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 248 kg
Samtals 248 kg
18.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.224 kg
Þorskur 973 kg
Samtals 2.197 kg
18.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 267 kg
Þorskur 230 kg
Ufsi 22 kg
Keila 11 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 542 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 602,29 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 438,35 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 409,81 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 396 kg
Sandkoli 82 kg
Samtals 478 kg
18.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 248 kg
Samtals 248 kg
18.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.224 kg
Þorskur 973 kg
Samtals 2.197 kg
18.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 267 kg
Þorskur 230 kg
Ufsi 22 kg
Keila 11 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 542 kg

Skoða allar landanir »