Vilja viðskiptaaðgerðir gegn Noregi og Færeyjum

Írska uppsjávarskipið Brendelen. Samtök evrópskra útgerða gagnrýna aukningu í útgáfu …
Írska uppsjávarskipið Brendelen. Samtök evrópskra útgerða gagnrýna aukningu í útgáfu veiðiheimilda í makríl af hálfu Færeyinga og Norðmanna. Ljósmynd/skagman

Sam­tök evr­ópskra út­gerða (Europêche) gagn­rýna harðlega norsk og fær­eysk yf­ir­völd fyr­ir að halda áfram að gefa út óhóf­leg­ar veiðiheim­ild­ir í mak­ríl bæði ein­hliða og á órétt­mæt­um grund­velli sem leiðir til áfram­hald­andi of­veiði á stofn­in­um. Jafn­framt saka sam­tök­in Norðmenn um að „prenta pen­inga“ í þeim skiln­ingi að nýta órétt­mæt­ar veiðiheim­ild­ir sem skipti­mynt í samn­ing­um við Breta.

„Þess vegna hvet­ur grein­in inn­an ESB enn og aft­ur ein­dregið fram­kvæmda­stjórn ESB og ráðherr­aráð ESB til að grípa til áþreif­an­legra aðgerða gegn þess­um starfs­hátt­um og nýta þau tæki sem þeir hafa yfir að ráða, svo sem vald­ar viðskiptaaðgerðir,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Europêche sem birt var ný­verið á vef sam­tak­anna.

Útspilið kem­ur í aðdrag­anda viðræðna strand­ríkja sem standa yfir í sept­em­ber og októ­ber.

Langt um­fram ráðgjöf

Sam­komu­lag er milli strand­ríkja sem stunda mak­ríl­veiðar um að út­gefn­ar veiðiheim­ild­ir byggi á ráðgjöf vís­inda­manna um há­marks­veiði, en ekk­ert sam­komu­lag er um hlut­deild­ir ríkja og gefa þau því út kvóta ein­hliða.

Ísland hef­ur gert kröfu um 16,4% hlut í veiðunum og hef­ur því veitt ís­lensk­um út­gerðum veiðiheim­ild­ir sem nema því hlut­falli af ráðgjöf. Þá hef­ur Græn­land gert til­kall til 7% hlut­deild­ar, Evr­ópu­sam­bandið 23,5%, Bret­ar 27% og Rúss­ar um 14%. At­hygli vakti hins veg­ar í aðdrag­anda vertíðar­inn­ar í sum­ar að Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar ein­hliða juku hlut­deild sína um 55% og krefjast Norðmenn 34,95% og Fær­ey­ing­ar 19,6%. Var því út­hlutað veiðiheim­ild­um sem nem­ur rúm­lega 145% af ráðfgjöf vís­inda­manna um há­marks­afla.

Prentuðu gjald­miðil­inn sjálf­ir

Í sum­ar und­ir­rituðu norsk yf­ir­völd sam­komu­lag við Bret­land um að norsk skip fengu að veiða allt að 60% af afla­heim­ild­um sín­um í breksri lög­sögu gegn því að Bret­ar fá þrjú pró­sentu­stig af hlut­deild Norðmanna.

„Þessi samn­ing­ur mun ekki hafa nein áhrif á of­veiðina nema Bret­ar ákveði að nýta ekki viðbót­armakríl­inn sem þeir fengu. Norðmenn prentuðu gjald­miðil­inn sjálf­ir og borguðu síðan með hon­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Europêche.

Telja sam­tök­in að ljóst hafi orðið í apríl að „ein­hverj­ir aðilar myndu halda áfram að setja óhóf­lega, órétt­mæta ein­hliða kvóta, sem myndi leiða til þess að enn eitt ár yrði afla um­fram leyfi­leg­an heild­arafla sem ákveðinn hef­ur verið í sam­ræmi við vís­inda­lega ráðgjöf. Þetta er ná­kvæm­lega það sem er að ger­ast, þar sem Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar hafa aft­ur blásið upp upp­hafskvóta sína um 55%.“

Saka þau Fær­ey­inga um að stunda veiðar á alþjóðlegu hafsvæði á fæðusvæði mak­ríls að sumri þegar fisk­ur­inn er illa á sig kom­inn í kjöl­far hrygn­inga­göngu til að rétt­læta hlut­deild sína. Þetta geri það að verk­um að 2/​3 afl­ans verði að nýta í fiski­mjöl og lýsi. Benda sam­tök­in á að sömu sögu sé að segja af veiðum Íslend­inga. „Þetta var auðveldað enn frek­ar af Nor­egi þar sem miklu af þess­um fiski var landað með leyfi fær­eysku lands­stjórn­ar­inn­ar á tíma­bil­inu 26. júlí til 31. ág­úst. Þetta er sóun sem mun hafa langvar­andi og skaðleg áhrif á mak­ríl­stofn­inn.“

Tim Heddema, talsmaður evr­ópskra upp­sjáv­ar­út­gerða, seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að afla­heim­idl­ir sem norsk og fær­eysk stjórn­völd út­hluta til sinna skipa sé for­dæma­laust og ljóst að aðferðafræði ríkj­anna um að byggja á svo­kallaðri svæðisteng­ingu stofsn­ins sé „nálg­un sem vís­inda­menn frá öll­um strand­ríkj­um telja mjög gallaða, er enn óá­sætt­an­leg og vinn­ur gegn viðleitni til að ná fram al­hliða-samn­ingi.“

„Við end­ur­tök­um brýnt ákall okk­ar um taf­ar­laus viðbrögð ESB til að stöðva áfram­hald­andi ósjálf­bæra og óá­byrga hegðun Norðmanna og Fær­ey­inga, til að koma í veg fyr­ir frek­ari of­veiði á stofni sem er einn sá mik­il­væg­asti og verðmæt­asti fyr­ir ESB,“ seg­ir Heddema.

Rifr­ildi við Íra

Fyrr í mánuðinum gáfu írsk­ir fiskifram­leiðend­ur út sam­bæri­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem Norðmenn voru sakaði um að gefa út veiðiheim­ild­ir í mak­ríl með „óá­byrg­um“ hætti.

Sea­food Source hafði ný­verið eft­ir Vi­dar Ulrik­sen, rík­is­rit­ari/​aðstoðarmaður sjáv­ar­út­vegs­ráðherra (n. stats­sekretær) Nor­egs, að aðger­ir norskra yf­ir­valda væru for­svar­an­leg­ar á grund­velli svæðis­bind­ing­ar mak­ríls inn­an norsku lög­sög­unn­ar. Visaði hann til þess að viðveru­tími mak­ríls í norskri lög­sögu hefði auk­ist með breyttu gögnu­mynstri.

Eins og fyrr seg­ir viður­kenna önn­ur strand­ríki ekki svæðis­bind­ing­ar­nálg­un norskra yf­ir­valda.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 3.152 kg
Þorskur 738 kg
Steinbítur 335 kg
Keila 127 kg
Skarkoli 19 kg
Samtals 4.371 kg
29.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 22.277 kg
Samtals 22.277 kg
29.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.541 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 132 kg
Samtals 2.138 kg
29.3.25 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.267 kg
Skarkoli 139 kg
Steinbítur 51 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 3.152 kg
Þorskur 738 kg
Steinbítur 335 kg
Keila 127 kg
Skarkoli 19 kg
Samtals 4.371 kg
29.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 22.277 kg
Samtals 22.277 kg
29.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.541 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 132 kg
Samtals 2.138 kg
29.3.25 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.267 kg
Skarkoli 139 kg
Steinbítur 51 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »