„Hvor er að segja ósatt?“

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að annað hvort matvælaráðherra eða …
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að annað hvort matvælaráðherra eða forstjóri samkeppniseftirlitsins segi ósatt. Samsett mynd

„Hvor er að segja ósatt? Er það hæstvirtur matvælaráðherra sem er að segja ósatt eða er það forstjóri Samkeppniseftirlitsins?“ spurði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem bar fram ásakanir um ósannindi í ræðustól á Alþingi fyrr í dag.

Greint var frá því á mbl.is í gær að dagsektir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim, sem námu 3,5 millj­ónum króna, væru ólögleg­ar og ákvörðun SKE frá því í júlí felld úr gildi af áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála.

Fram kom í til­kynn­ingu frá SKE í dag að gengn­um úr­sk­urði áfrýj­un­arnefnd­ar lít­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið svo á að for­send­ur séu brostn­ar fyr­ir samn­ingi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins við mat­vælaráðuneytið og mun óska eft­ir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. 

Rassskelling birt á vef stjórnvalda

„Það er langt síðan viðlíka rassskelling hefur verið birt á heimasíðu opinberra stjórnvalda,“ segir Bergþór um niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Í ræðustól benti hann á að samkvæmt samkeppnislögum væri ekki gert ráð fyrir því að SKE gerði sérstaka samninga við aðra aðila um einstakar athuganir stofnunarinnar eða tilhögun þeirra sem leiða til þess að stofnunin skili niðurstöðum sínum til þeirra í formi skýrslna gegn greiðslum.

„Þetta er með miklum ólíkindum með hvaða hætti þetta mál hefur unnist áfram. Samningur sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið um sérstakan erindisrekstur til að undirbyggja pólitíska stefnumótun ráðherra, blasti við, held ég, flestum að gæti ekki gengið upp í því samfélagi sem við byggjum, enda tekur úrskurðurinn býsna skýra afstöðu í þessum efnum,“ segir þingmaðurinn.

„Annar hvor aðilinn er það“

„Það liggur fyrir í gögnum málsins að matvælaráðuneytið hafði frumkvæði að þessum samningi,“ segir Bergþór en Morgunblaðið varpaði á það ljósi á dögunum.

Þá vitnar þingmaðurinn í yfirlýsingu SKE frá því í dag. Segir hann að þar standi að SKE hafi tekið „sjálfstæða ákvörðun um að hefja athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi“.

Með tilliti til þessa sé þá annað hvort matvælaráðherra eða Samkeppniseftirlitið að fara með ósannindi.

„Ég held að við verðum að draga það fram hér í þinginu hvor er að segja ósatt? Er það hæstvirtur matvælaráðherra sem er að segja ósatt eða er það forstjóri Samkeppniseftirlitsins? Annar hvor aðilinn er það, önnur niðurstaða er útilokuð,“ spyr Miðflokksmaðurinn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »