„Það hefur sjaldan gengið betur“

Guðlaugur Birgisson er formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi og gerir …
Guðlaugur Birgisson er formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi og gerir út línubátinn Öðling SU-19 frá Djúpavogi. Hann segir stutt í gjöful mið og síðasta fiskveiðiár með þeim bestu í sögu útgerðarinnar. mbl.is/Gunnlaugur

Guðlaugur Birgisson, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, tekur brosandi á móti blaðamanni á bryggjunni á Djúpavogi. Hann hefur ástæðu til að brosa enda gaf fiskveiðiárið 2022/2023 vel.

„Það hefur sjaldan gengið betur. Meðaltúrinn hjá okkur á síðasta kvótaári var um 11 tonn miðað við venjulega lögn, 18 þúsund krókar. Það er mjög flottur fiskur hérna og þetta var langhæsta meðalveiði sem við höfum verið með. Þetta eru mjög fengsæl mið hérna. Mér heyrist það vera það sama í gangi núna og jafnvel betra þetta haust en síðasta haust. Það lítur út fyrir að þetta kvótaár verði þokkalegt hjá okkur, við erum bjartsýn,“ segir hann í viðtali sem birt var í Morgunblaðinu í dag.

Um borð í línubátnum Öðlingi SU-19 útskýrir hann hve gott er að gera út á handfæri og línu frá Djúpavogi. „Við höfum í um átta eða níu mánuði á ári mjög stóran þorsk og þegar hann er hættur að bíta á línuna þá byrjar hann að bíta á handfærin. Það passar akkúrat að reka þetta saman, línu og handfæri.“

Strandveiðarnar hafa stutt við smábátaútgerð á Austfjörðum.
Strandveiðarnar hafa stutt við smábátaútgerð á Austfjörðum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Guðlaugur fullyrðir að þegar strandveiðum var komið á hafi það stutt vel við útgerð á svæðinu. „Þetta hjálpaði rosalega mörgum, gerði þetta fýsilegri veiðar fyrir alla. Á suðurfjörðunum er síðan hægt að róa á ufsa og hægt að gera það eftir strandveiðar ef menn hafa áhuga.“

Guðlaugur bendir hins vegar á að það er ekki sömu sögu að segja af stöðunni á norðursvæði Félags smábátaeigenda á Austurlandi. „Það fór illa með okkur þegar svæðisskipting [strandveiðanna] var afnumin. Ég held að veiðarnar hafi minnkað um þriðjung frá ’21. Aflinn hefur farið úr tvö þúsund tonnum niður í 1.200. Það er helvíti mikið.“

Telur hann tilefni til að gera umbætur á strandveiðikerfinu og bendir meðal annars á að tryggja öllum bátum 48 veiðidaga svo hægt verði að stunda veiðarnar á hagkvæmari hátt.

Ufsinn ónýtt auðlind

Borið hefur á því að mörgum hefur gengið fremur illa að ná ufsa og var töluvert eftir af aflaheimildum í tegundinni við lok fiskveiðiársins 2022/2023. Spurður hvort það sé erfitt að gera út á ufsann svarar Guðlaugur brosandi: „Ja, það eru nú ekki allir sem kunna að veiða hann. Það er ekkert sem maður lærir á einum degi, það er bara þannig. Þetta er kúnst.“

Hvert er leyndarmálið sem skilar árangri í ufsaveiðum?

„Það er nú atvinnuleyndarmál,“ svarar Guðlaugur og skellir upp úr. „Nei, nei, það eru bara fá svæði sem gefa hann og svo er það þetta að ná honum upp úr sjó, það er ekki sjálfgefið. Það er ekki alltaf sem það tekst en þegar það tekst þá ertu í góðum málum. Ufsakvótinn brennur inni ár eftir ár, alveg óhemjumiklar heimildir. Þetta er auðvitað frábært fyrir smábáta, það ætti bara að siga flotanum á þetta. Þetta er flökkustofn sem er ónýtt auðlind á Íslandi og er mest nýtt í tegundatilfærslur og brask.“

Viðtalið við Guðlaug má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 570,71 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 341,01 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 187,60 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.017 kg
Samtals 1.017 kg
8.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.022 kg
Ufsi 57 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 9 kg
Samtals 1.100 kg
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 30.728 kg
Ýsa 24.952 kg
Skarkoli 2.196 kg
Ufsi 422 kg
Sandkoli 311 kg
Karfi 143 kg
Steinbítur 135 kg
Grálúða 111 kg
Hlýri 101 kg
Þykkvalúra 82 kg
Langa 55 kg
Skötuselur 54 kg
Djúpkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 59.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 570,71 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 341,01 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 187,60 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.017 kg
Samtals 1.017 kg
8.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.022 kg
Ufsi 57 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 9 kg
Samtals 1.100 kg
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 30.728 kg
Ýsa 24.952 kg
Skarkoli 2.196 kg
Ufsi 422 kg
Sandkoli 311 kg
Karfi 143 kg
Steinbítur 135 kg
Grálúða 111 kg
Hlýri 101 kg
Þykkvalúra 82 kg
Langa 55 kg
Skötuselur 54 kg
Djúpkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 59.301 kg

Skoða allar landanir »