Krefjast þess að fá gögn SKE til baka

Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run.
Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið G. Run. krefst þess að Sam­keppnis­eft­ir­litið, SKE, af­hendi fyr­ir­tæk­inu án taf­ar öll þau gögn og upp­lýs­ing­ar sem það hef­ur látið eft­ir­lit­inu í té vegna at­hug­un­ar SKE á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi. Þetta kem­ur fram í bréfi sem fram­kvæmda­stjóri G. Run. sendi for­stjóra SKE og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Svo sem frá hef­ur verið greint hef­ur áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála fellt úr gildi ólög­mæt­ar dag­sekt­ir sem eft­ir­litið lagði á Brim, sök­um þess að samn­ing­ur þess við mat­vælaráðuneytið um téða rann­sókn sam­ræm­ist ekki hlut­verki SKE sem því er fengið í sam­keppn­is­lög­um. Í ljósi þeirr­ar niður­stöðu er krafa G. Run. lögð fram.

Öll gögn verði afmáð úr kerf­un­um

Í bréf­inu er þess jafn­framt kraf­ist að öll gögn og upp­lýs­ing­ar sem fyr­ir­tækið hef­ur sent eft­ir­lit­inu vegna rann­sókn­ar­inn­ar verði afmáð úr kerf­um SKE. Einnig er þess kraf­ist að afrakstri þeirr­ar vinnu þar sem SKE hef­ur stuðst við gögn og upp­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tæk­inu t.d. í skýrslu­skrif­um verði eytt taf­ar­laust.

„Að öðrum kosti lít­ur G. Run. svo á að verið sé að hafa úr­sk­urð áfrýj­un­ar­nefnd­ar, og þau sjón­ar­mið sem búa að baki hon­um, að engu. Þess er óskað að óháður eft­ir­litsaðili staðfesti að orðið hafi verið við fram­an­greindu,“ seg­ir í bréf­inu sem und­ir­ritað er af Guðmundi Smára Guðmunds­syni fram­kvæmda­stjóra.

Einnig er bent á að fyr­ir­tækið hafi sett veru­lega fyr­ir­vara við lög­mæti gagna­beiðninn­ar sem hafi verið liður í póli­tískri heild­ar­stefnu­mót­un Svandís­ar Svavars­dótt­ur.

„Við höf­um gagn­rýnt þessi vinnu­brögð sam­keppn­is­yf­ir­valda og mat­vælaráðherra frá fyrsta degi og hvernig ráðherr­ann hef­ur starfað og leyf­ir sér að vinna í þess­um efn­um og mót­mælt því all­an tím­ann,“ seg­ir Guðmund­ur Smári í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Við þekkj­um Svandísi og vit­um ná­kvæm­lega hvert hún ætl­ar að fara. Hún er í sinni póli­tík og það er fyr­ir neðan all­ar hell­ur að apparat eins og Sam­keppnis­eft­ir­litið taki þátt í þess­ari vafa­sömu póli­tík ráðherr­ans. Svandís er bara í grimmri póli­tík gegn sjáv­ar­út­veg­in­um og hún hef­ur þá einu sýn á lífið að sósí­al­ism­inn taki yfir alla at­vinnu­starf­semi,“ seg­ir Guðmund­ur Smári Guðmunds­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »