​Mótmæla sjókvíaeldi á Austurvelli

Boðað er til mótmælanna 7. október.
Boðað er til mótmælanna 7. október. mbl.is/Sigurður Bogi

Landssamband veiðifélaga boðar til fjöldamótmæla á Austurvelli laugardaginn 7. október nk. Þar verður þess krafist að eldi laxa í sjókvíum verði stöðvað. Þetta kemur fram í bréfi sem landssambandið hefur sent aðildarfélögum sínum.

Segir þar að ætlunin sé að bændur, landeigendur, veiðimenn og aðrir þeir sem styðja málið aki úr sinni heimasveit í einni bílalest á Austurvöll og tjái þar ráðamönnum afstöðu sína og kröfur.

Í bréfinu er bent á það að sl. mánuð hafi 230 kynþroska laxar af norskum uppruna veiðst í íslenskum laxveiðiám eftir að hafa sloppið úr eldiskvíum Arctic Fish, en fjöldi þeirra laxa sem sluppu skipti líklega þúsundum.

„Þessa dagana róum við, ásamt bændum og landeigendum, öllum árum að því að takmarka það tjón sem sjókvíaeldið hefur valdið okkur og villta laxastofninum. En það er ekki nóg. Nú þarf að stöðva þennan mengandi iðnað í eitt skipti fyrir öll,“ segir þar. Málið snúist um tilvist villta laxastofnsins, hvort hann muni lifa eða deyja, segir í bréfinu, en til mótmælanna er boðað í samvinnu við náttúruverndarsamtök og aðra sem leggja málinu lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »