Segir Norðmenn bera mesta ábyrgð á ofveiði

Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, segir búast megi við samd´rtti í …
Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, segir búast megi við samd´rtti í ráðgjöf um hámarksafla eins og í norsk-íslenskri síld þegar veitt er mikið umfram ráðgjöf eins og gert hefur verið.

„Þetta kemur ekki þannig lagað á óvart því það hefur verið veitt verulega umfram ráðgjöf undanfarin ár og þar bera Norðmenn mesta ábyrgð. Þeir hafa veitt langt umfram það sem var í síðustu samningum,“ segir Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins hf., í samtali við 200 mílur um 24% samdrátt í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um hámarksafla í norsk-íslenskri síld.

Fyrr í dag tilkynnti Hafrannsóknastofnun  ICES hefði gefið út ráðgjöf vegna veiða norsk-íslenskrar síldar, makríl og kolmunna á næsta ári. Leggur ICES til að hámarksafli í norsk-íslenskri síld verði 24% minni á næsta ári en á þessu. Jafnframt er ráðlagður 5% samdráttur í makrílafla, en 13% hækkun í kolmunna.

Mikill vítahringur

„Við lifum við það að það eru engir samningar um þessa deilistofna og það er ekkert að gerast í því. Þetta er mikill vítahringur og svo sem á ábyrgð allra þjóða að ná samkomulagi,“ segir Stefán og vísar til þess að strandríkin – ríki sem gera kröfu um hlutdeild í veiðunum (Noregur, Grænland, Færeyjar, Bretland, Evrópusambandið og Rússland, auk Íslands) – gefa einhliða út kvóta til sinna skipa þar sem ekki eru samningar um skiptingu hlutdeild í ráðlögðum hámarksafla.

Áætlað er að heildarafli ársins 2023 í norsk-íslenskri síld verði 693 þúsund tonn sem er 35% umfram ráðgjöf, en frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 4-42 % á ári.

Ekki við Íslendinga að sakast

Stefán segir samdrátt í ráðgjöf vegna norsk-íslenskrar síldar til marks um knýjandi þörf á samningum. „En það er ekki við Íslendinga að sakast í þeim efnum því við höfum ekki gengið fram eins og aðrar þjóðir sem hafa tekið til sín töluvert meira heldur en þær höfðu samkvæmt fyrri samningum og bera þannig mestu ábyrgðina.“

„Það að þörf er á að semja þýðir ekki endilega að Íslendingar eigi að leggjast flatir fyrir þeim sem ganga lengst í ofveiðum. Við þurfum að halda okkar hagsmunum á lofti, þeir eru verulegir og mikilvægir. Það þarf að finna einhverja skynsamlega niðurstöðu og hún er svo sem ekkert í sjónmáli,“ bætir hann við

Strandríkin funduðu fyrr í mánuðinum um síld og kolmunna en þær viðræður virðast ekki hafa borið árangur, að því sem 200 mílur komast næst. Ekki er búist við að komandi fundir um makríl séu líklegri til árangurs.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandríkjanna. Kort/mbl.is

Vissulega neikvæð áhrif

Samdráttur í ráðgjöf um fjórðung hefur vissulega neikvæð áhrif á rekstur viðurkennir Stefán, en bendir á það séu ávallt margar sveiflur í gangi í sjávarútvegi á sama tíma. Þeir eru hins vegar ekki slíkar að þær séu bara á einn veg og því býr greinin við fjölbreyttar mótvægisbreytur.

„Það eru yfirleitt fleiri stofnar sem fyrirtæki veiða og eiga hlutdeild í. Við sjáum til dæmis íslensku sumargotssíldina aukast um 40%, sá stofn er að rétta við kútnum. Svo sjáum við líka aukningu í kolmunna, en litla minnkun í makríl og vitum ekki hvað kemur út úr loðnunni. Það eru sveiflur upp og niður.“

Hagsmunir allra að finna niðurstöðu

Meginatriðið að mati Stefáns er að þegar veitt er mikið umfram ráðgjöf eru líkur á að kvóti minnki milli ára, en heildarafli í makríl á þessu ári er áætlaður 1,1 milljón tonn sem er 47% umfram ráðgjöf. Frá árinu 2010 hafa makrílveiðar umfram ráðgjöf ICES numið 9-86 % á ári og að meðaltali 40%. Þá er reiknað með að kolmunnaaflinn verði 23% umfram ráðgjöf á þessu ári eða 1,7 milljón tonn. Frá árinu 2018 hefur verið veiddur kolmunni 23-38% umfram ráðgjöf á ári hverju, að meðaltali 28 % á þessu tímabili.

„Það eru auðvitað hagsmunir allra að náist niðurstaða,“ segir Stefán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka