Laxavinnsla er hafin að nýju í Búlandstindi ehf. á Djúpavogi eftir níu mánaða hlé að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. ISA-veira greindist í kvíum Ice Fish Farm í Reyðarfirði og Berufirði á síðasta ári og var öllum laxi úr þeim fjörðum slátrað, firðirnir hvíldir og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar vegna veirunnar.
Eldisfiskur er nú kominn í kvíar í Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Berufirði og er það lax úr Fáskrúðsfirði sem er verið að slátra núna. Það er fiskur sem var settur í sjó í júní á síðasta ári og er nú kominn í sláturstærð. Alls er áformað að slátra milli 5.500-6.000 tonnum til áramóta, segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm.
Fiskeldismál voru til umfjöllunar á haustþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldið var fyrir helgina. Þar var reifað að renna þyrfti styrkari stoðum undir tekjustofna sveitarfélaga. Útgjöld sveitarfélaga haldi áfram að vaxa, sem og kröfur sem gerðar eru til þeirra í fjölmörgum málaflokkum. Sveitarfélögin þurfi að njóta meiri hlutdeildar af nýtingu náttúruauðlinda og gjöldum á fiskeldi. Sömuleiðis þurfi sveitarfélög að hafa skipulagsvald yfir víkum og fjörðum og meira forræði yfir gjaldtöku hins opinbera t.d. af fiskeldi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 593,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 381,27 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 193,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,00 kr/kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 941 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Ýsa | 262 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 1.814 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
17.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 2.127 kg |
Ýsa | 741 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 2.878 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 593,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 381,27 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 193,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,00 kr/kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 941 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Ýsa | 262 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 1.814 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
17.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 2.127 kg |
Ýsa | 741 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 2.878 kg |