Meirihluti segist vilja banna eldi í opnum kvíum

Sjókvíaeldið á undir högg að sækja í skoðanakönnunum.Meirihluti í könnun …
Sjókvíaeldið á undir högg að sækja í skoðanakönnunum.Meirihluti í könnun Gallup segist vilja banna eldi í opnum kvíum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Afgerandi andstaða gegn sjókvíaeldi er meðal íslensks almennings ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup hefur gert fyrir Verndarsjóð villtra laxastofna (NASF). Þar segjast 75,8% af þeim 682 sem svöruðu telja villta laxastofninum stafi frekar eða mjög mikil hætta af eldi í opnum sjókvíum og 57,5% telja að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum.

Kjósendur VG vildu langflestir banna þessa starfsemi og sögðust 83% þeirra vilja það og 79% kjósenda Pírata. Þá vilja 38% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 41% kjósenda Framsóknar, 68% kjósenda Samfylkingarinnar, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Flokks fólksins, 40% kjósenda Miðflokksins og 50% kjósenda Sósíalistaflokksins banan sjókvíaeldi í opnum kvíum.

Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), Icelandic Wildlife Fund, Landvernd umhverfisverndarsamtök og VÁ - Félag um vernd fjarðar, boðað til samstöðufundar og mótmæla á Austurvelli, þann 7. október til að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi.

Flestir neikvæði gagnvart sjókvíaeldi

Þá svöruðu 790 spurningu um hvernig þeir líta á greinina og sögðust 63,5% þeirra að þeir væru neikvæðir gagnvart sjókvíaeldi en einungis 14% sögðust jákvæð gagnvart slíkri starfsemi.

Meðal svara þeirra 414 sem lýstu ástæðu þess að þeir séu neikvæð gagnvart eldinu bar hæst á góma hætta á blöndun við villta laxinn og segja 40% svarenda það ástæðuna sem er töluverð fjölgun í þessum hópi frá í febrúar þegar 24,2% sögðu það sama. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu í kjölfar þess að töluverður fjöldi frjórra laxa sluppu úr sjókví í Patreksfirði í ágúst.

Alls segjast 38,5% líta sjókvíaeldi neikvæðum augum vegna hættu á að lax sleppi. 23,3% vegna mengunar  og 13,4% vegna umhverfisáhrifa.

Langflestir sem sögðust jákvæðir gagnvart sjókvíaeldi sögðu það vegna þeirra atvinnutækifæra sem fylgja greininni eða 72,5% þeirra.

Mesta ánægjan í Norðvestur

Svarendur í Norðvesturkjördæmi eru ánægðastir með sjókvíaeldið og sögðust 27% þeirra vera mjög eða frekar jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Á meðan minnsta jákvæðnin var meðal þeirra í Reykjavíkurkjördæmi suður, en þar sögðu aðeins 7% það sama.

Mesta hlutfallið sem sagðist neikvætt gagnvart sjókvíaeldinu er að finna í Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem 73% sögðust frekar eða mjög neivæð gagnvart sjókvíeldi í opnum kvíum. Minnsta hlutfallið var hins vegar í Suðurkjördæmi þar sem 52% sögðust neikvæð gagnvart þessari starfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »