67 milljarða króna hagnaður í sjávarútvegi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ávarpaði fundinn.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ávarpaði fundinn. Ljósmynd/Anton Brink

Í heild má segja að það hafi gengið vel í sjávarútvegi árið 2022. Það er að miklu leyti að þakka fádæma góðri loðnuvertíð.

Þetta mátti lesa úr samantekt Deloitte sem kynnt var á Sjávarútvegsdegi Deloitte, SFS og SA, sem haldinn var í tíunda sinn í dag. Yfirskrift fundarins var Nýsköpun í sjávarútvegi en á þessum degi er einnig farið yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldis á liðnu ári.

Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, fór yfir lykiltölur ársins. Tekjur í sjávarútvegi 2022 jukust um 23,8% frá árinu áður sem má að stórum hluta rekja til loðnuveiðanna. Hagnaður í sjávarútvegi var um 67 milljarðar króna sem er á svipuðum nótum og 2021.

Heildarskuldir í sjávarútvegi hækkuðu um 25 milljarða króna. Arðgreiðslur hækkuðu um fjóra milljarða en stór hluti arðgreiðslna kemur frá fyrirtækjum sem eru skráð á markað.

Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte fór yfir lykiltölur …
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte fór yfir lykiltölur ársins í sjávarútvegi. Ljósmynd/Anton Brink

Fjárfestingar aukist

Bein opinber gjöld voru 27 milljarðar króna og hækkuðu um rúmlega fimm milljarða. Þar af voru veiðigjöld 7,9 milljarðar. Á yfirstandandi ári stefnir í að veiðigjöldin verði 10-11 milljarðar. Fjárfestingar hafa aukist og voru 31 milljarður í fyrra.

Þó að tekjur hafi aukist verulega í fiskeldi var 2,3 milljarða króna tap af rekstri í greininni. Starfsmönnum í greininni hefur fjölgað um 49% frá 2018. Efnahagsreikningur fiskeldisfyrirtækja er sterkur sem er nauðsynlegt í þeirri miklu uppbyggingu sem greinin er í. Bein opinber gjöld félaganna voru rúmlega 1,4 milljarðar króna.

Fjölmennt var á Sjávarútvegsdeginum í ár.
Fjölmennt var á Sjávarútvegsdeginum í ár. Ljósmynd/Anton Brink

Hækkun virðist  vera að ganga til baka

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, benti á að það væri ekki víst að sami góði gangur haldi áfram árið 2023. Sala á loðnu hafi gengið treglega það sem af er árinu og hækkun á verði sjávarafurða á fyrra ári virðist vera að ganga til baka.

Sagan sýni að verð á sjávarafurðum standi í beinum tengslum við efnahagshorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Nú þegar harðnar í ári hjá þeim er verð farið að lækka. Við þetta má svo bæta hækkunum á aðföngum. Liðið ár hafi því falið í sér áskoranir.

Þá sagði Heiðrún einnig að grunnurinn að nýsköpun í sjávarútvegi væri langtímasýn sem hefur orðið til með tryggum aflaheimildum. Þannig verði til svigrúm til fjárfestinga í greininni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði nýsköpun í sjávarútvegi vera „grjóthart efnahagsmál”. Sjávarútvegurinn gæti orðið sá sjálfbærasti í heimi með nýsköpunina að vopni.

Fram kom einnig í máli ráðherrans að Ísland væri í 20. sæti yfir nýsköpun í heiminum en í 87. sæti þegar kemur að útskrfit úr raungreinum (STEM). Leggja þyrfti meiri áherslu á menntakerfið og rannsóknarstarf. Hátt í þriðjungur karla væri aðeins með grunnskólapróf sem er með því versta innan OECD. Menntun væri forsenda nýsköpunar og mikilvægt væri að Íslendingar sofnuðu ekki á verðinum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hélt erindi á fundinum undir yfirskriftinni: Sofnum …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hélt erindi á fundinum undir yfirskriftinni: Sofnum ekki á verðinum. Ljósmynd/Anton Brink

Efnahagsævintýri þarf innviði

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, rakti söguna á bak við fyrirtækið Kerecis og hvernig gekk að koma nýjum lausnum á markað.

Hlutur Kerecis í verðmætasköpun af þorskveiðum Íslendinga hafi verið um 10% í fyrra og stefndi í að verða allt að 17% á þessu ári.

Guðmundur lagði áherslu á að ef halda ætti „efnahagsævintýri Vestfjarða” áfram, með Kerecis, fiskeldi og hefðbundnum sjávarútvegi, yrði að treysta innviði á svæðinu, sérstaklega samgöngur og raforku.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis fór yfir söguna …
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis fór yfir söguna á bak við Kerecis. Ljósmynd/Anton Brink
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 48.292 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Samtals 159.550 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 48.292 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Samtals 159.550 kg

Skoða allar landanir »