„Loðnan er brellinn stofn“

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir loðnuna vera fyrir spennufíkla.
Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir loðnuna vera fyrir spennufíkla.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, tekur fregnum um hugsanlegan loðnubrest með yfirvegun en Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði stundaðar fiskveiðiárið 2023/24 eins og upphafsráðgjöf gerði ráð fyrir.

„Það er ekkert nýtt í þessu og er ekkert sem stressar mig mikið ef ég á að vera heiðarlegur. Við sem erum búnir að vera lengi í þessu höfum upplifað þessa leiðangra oftar en ekki, fara inn í jólin með engan loðnukvóta, þurfa að bretta upp ermar með vísindamönnunum, leita og búa til leiðangra. Loðnan er brellinn stofn,“ segir Gunnþór.

Loðnan er fyrir spennufíkla

„Auðvitað hefði verið miklu betra að hafa einhvern upphafskvóta og hafa eitthvað framundan en þetta er ekkert sem við þekkjum ekki. Þetta er brellinn stofn að ná utan um. Það þarf allt að ganga upp. Menn þurfa að vera á réttum tíma og á réttum stað. Það þarf ekki að fara nema ár aftur í tímann þegar loðna fannst óvænt úti fyrir Vestfjörðum seint á vertíðinni og viðbótin kom. Þetta snýst bara að bretta upp ermar, kemba svæðið og auka rannsóknir. Ég reikna bara með því að útgerðin og Hafrannsóknastofnunin stilli upp slíku samstarfi eins og gert hefur verið undanfarin ár,“ segir Gunnþór.

Spurður út í næstu skref segir Gunnþór: „Við eigum eftir að fara yfir þessa ráðgjöf og leiðangurinn og ræða svo við Hafrannsóknastofnun um að skipuleggja leit. Ég myndi halda að við hljótum að fara í leit að loðnu í lok nóvember eða byrjun desember. Það má ekki bíða of lengi upp á að missa loðnuna austur fyrir. Ég hef oft sagt að loðnan er fyrir spennufíkla og ég hef fulla trú á því að það verði loðnuvertíð. Það er engin ástæða til að leggja árar í bát,“ segir Gunnþór.

Gunnþór segir að auðvitað skipti miklu máli fyrir efnahag þjóðarinnar að loðni veiðist. 

„Það er gríðarlega mikið af starfsmönnum, sveitarfélögum og fleirum sem treysta á loðnuvertíð og þess vegna munu menn sameinast um það að skipuleggja í samstarfi við vísindamenn um leit,“ segir Gunnþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 6.591 kg
Skarkoli 215 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 6.816 kg
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 6.591 kg
Skarkoli 215 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 6.816 kg
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg

Skoða allar landanir »