Fordæma vinnubrögð og mótmæla tillögum

Landssamband smábátaeigenda fordæmir vinnubrögð sem viðhöfð voru í stefnumótunarverkefnininu „Auðlindin …
Landssamband smábátaeigenda fordæmir vinnubrögð sem viðhöfð voru í stefnumótunarverkefnininu „Auðlindin okkar“. mbl.is/Árni Sæberg

„Landssamband smábátaeigenda (LS)  fordæmir vinnubrögð „Auðlindarinnar okkar“ sem voru kunngjörð á dögunum,“ segir í ályktun aðalfundar sambandsins sem lauk á föstudag. Hafa félagsmenn sambandsins lýst verulegri óánægju með stefnumótunarverkefnið og er LS meðal þeirra samtaka sem sögðu sig frá samráðsnefnd verkefnisins í september.

„Landssamband smábátaeigenda (LS) mótmælir harðlega tillögum starfshópa „Auðlindarinnar okkar“ að fella niður línuívilnun og skorar á sjávarútvegsráðherra að breyta ákvæði laga um línuívilnun þannig að hún gildi fyrir alla dagróðrabáta minni en 30 brúttótonn og styttri en 15 metrar,“ er meðal þess sem segir í ályktun fundarins.

Er gerð krafa um að línuívilnun svokölluð, sértæk aðgerð sem ætlað að er að styðja við rekstrarlegar forsendur línuveiða, verði allt að 30% sé búið að beita í landi, 20% við uppstokkun og 10% fyrir vélbáta.

Leggur LS til að „skoðað verði að í stað svonefndrar innviðaleiðar í skýrslu starfshópa „Auðlindarinnar okkar“ verði því aflamarki úthlutað með sambærilegum hætti og gert er við viðbótarheimildir í makríl. Leiguverð verði sama upphæð og veiðigjald er í viðkomandi tegund og úthlutun bundin við dagróðrabáta minni en 30 brt enda séu þeir styttri en 15 metrar. Settar verði reglur sem verði með hámarki á hvern aðila.“

Eru bundnar vonir við að með þessari lausn verði ýtt undir nýliðun og að hægt verði að stunda trillu útgerð allt árið með því að hægt verði einnig að stunda strandveiðar og grásleppuveiðar.

Aðalfudnur Landssambands smábátaeigenda ályktaði um fjólda mála.
Aðalfudnur Landssambands smábátaeigenda ályktaði um fjólda mála. mbl.is/Árni Sæberg

Umbætur á grásleppuveiðum

Þá leggst LS gegn kvótasetningu grásleppuveiða, en frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis varð ekki afgreitt á síðasta þingi. Málið þykir nokkuð umdeilt þar sem fjöldi grásleppusjómanna styðja kvótasetningu.

Aðalfundur LS gerir hins vegar tillögur um breytingar á tilhögun grásleppuveiða og leggur til að heimilt verði að taka upp net í brælutíð án þess að dagafjöldi til veiða skerðist og að heimilt verði að hafa tvö grásleppuleyfi á bát.

Krefst LS þess að grásleppuveiðimönnum verði heimilt að sleppa lífvænlegum þorski við grásleppuveiðar. „Bent er á að það fyrirkomulag gildir um grásleppu sem kemur í þorskfisknet og einnig um lúðu, hlýra og blágómu í önnur veiðarfæri.“ Jafnframt er lagt til að heimilt verði að skrá allan meðafla sem VS-afla, en núverandi regluverk rúmar ekki heimild til þess þar sem heimild til slíkrar skráningu afla er bundin við veiðar á tegundum sem hafa verið kvótasettar.

Mótmælir LS „harðlega þeirri aðferðafræði sem viðhöfð hefur verið við útreikninga á meðafla í grásleppunet. Það er að segja uppreikning á fugli og sel úr veiðieftirlitsferðum Fiskistofu.“ Hafa grásleppusjómenn talið sig ranglega sakaða um að orsaka dauða fleiri hundruð sela.

Mótmæla stöðvun strandveiða

Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins fyrir helgi hefur verið nokkur samstaða innan LS um umbætur á strandveiðikerfinu og er í ályktun aðalfundar haldið fast í kröfuna um að strandveiðibátum verði tryggðir að lágmarki 48 róðrardagar. Er lagt til að þessi veiðiréttur verði lögfestur.

„LS mótmælir harðlega stöðvun strandveiða 11. júlí 2023. Skorar sambandið á stjórnvöld að fara að lögum um að þessar veiðar séu leyfðar í 12 veiðidaga í mánuði í fjóra mánuði, þ.e. maí, júní, júlí og ágúst. Með því verði strandveiðar óháðar aflamarkskerfinu auk þess sem jafnræði verði náð milli veiðisvæða umhverfis landið. Þannig verða þessar veiðar fyrirsjáanlegar fyrir sjómennn, fiskkaupendur og aðra sem hafa af þeim atvinnu,“ segir í ályktun fundarmanna.

Þá telur aðalfundur LS að handfæraveiðar eigi að verða gefnar frjálsar og að strandveiðikerfið verði eflt með því að afnema heimild Fiskistofu til að stöðvun veiðarnar þegar aflaheimildum sem þeim er ráðstafað klárast. Vill LS að tekin verði upp „heimild til pörunar á umframafla, þannig að hægt verði að jafna það sem er umfram í róðri í næsta róðri. Heimild þessi nái til 26 kg af óslægðum þorski.“

Auk þess er lagt til að strandveiðibátum verði heimilt að landa VS-afla eins og viðhaft er við aðrar veiðar sem og heimild til að flokka afla sem undirmál.

Skorað er á Fiskistofu að sinna betur eftirliti með eignarhaldi strandveiðibáta, með tilliti til þess að uppræta svindl. Vísað er til þess að í lögum segir skýrt að aðeins sé heimilt að veita „hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið.“

Leggur aðalfundur LS til að strandveiðibátar sem ná 500 kílóum í uppsafnaðan umframafla verði sviptir einn veiðidag.

Ályktanir aðalfundar LS voru margar og náðu til fjölda sviða er tengjast útgerð smábáta. Nálgast má ályktanirnar á vef LS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »