Eðalfang ehf. hefur keypt 50,1% hlutafjár í félaginu 101 Seafood ehf., og verður þar með stærsti hluthafi félagsins.
Í tilkynningu frá Eðalfangi kemur fram að 101 Seafood bætist þar með inn í samstæðu Eðalfangs sem er í grunninn tvö matvælafyrirtæki með áherslu á sjávarútveg, annars vegar Eðalfiskur ehf. í Borgarnesi og hins vegar Norðanfiskur ehf. á Akranesi.
Eðalfiskur sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxaafurðum, en Norðanfiskur sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa á innanlandsmarkaði ásamt sölu sjávarfangs í neytendapakkningar í verslunum um land allt.
„101 Seafood hefur tekist að skapa sér sérstöðu á markaði við innflutning og sölu sjávarafurða. Með góðum samböndum við trygga birgja hefur félagið orðið leiðandi í innflutningi á eftirsóttum skelfiski á borð við humar og hörpudisk,“ segir í tilkynningunni.
Andri Gunnarsson, stjórnarformaður Eðalfangs, bindur miklar vonir við samrunann og segir áætlanir stjórnenda 101 Seafood falla vel að framtíðarsýn Eðalfangs. Koma kaupin og aukin samvinna félaganna því til með að styrkja rekstur Eðalfangssamstæðunnar. Félögin hafa átt í nánu samstarfi undanfarin ár og eru kaupin liður í enn frekari samvinnu þeirra til framtíðar.
Samkeppniseftirlitið samþykkti viðskiptin fyrr á árinu en gengið var endanlega frá kaupunum miðvikudaginn 4. október.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 30.12.24 | 645,24 kr/kg |
Þorskur, slægður | 30.12.24 | 734,68 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 30.12.24 | 500,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 30.12.24 | 505,97 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 30.12.24 | 242,05 kr/kg |
Ufsi, slægður | 30.12.24 | 335,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 30.12.24 | 355,92 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
31.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 1.834 kg |
Karfi | 1.673 kg |
Ufsi | 1.498 kg |
Samtals | 5.005 kg |
31.12.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 528 kg |
Samtals | 528 kg |
31.12.24 Margrét GK 33 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.471 kg |
Ýsa | 2.517 kg |
Steinbítur | 31 kg |
Samtals | 11.019 kg |
31.12.24 Birtingur NK 119 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 574 kg |
Samtals | 574 kg |
30.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 250 kg |
Ýsa | 118 kg |
Steinbítur | 62 kg |
Sandkoli | 16 kg |
Þykkvalúra | 6 kg |
Samtals | 452 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 30.12.24 | 645,24 kr/kg |
Þorskur, slægður | 30.12.24 | 734,68 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 30.12.24 | 500,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 30.12.24 | 505,97 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 30.12.24 | 242,05 kr/kg |
Ufsi, slægður | 30.12.24 | 335,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 30.12.24 | 355,92 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
31.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 1.834 kg |
Karfi | 1.673 kg |
Ufsi | 1.498 kg |
Samtals | 5.005 kg |
31.12.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 528 kg |
Samtals | 528 kg |
31.12.24 Margrét GK 33 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.471 kg |
Ýsa | 2.517 kg |
Steinbítur | 31 kg |
Samtals | 11.019 kg |
31.12.24 Birtingur NK 119 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 574 kg |
Samtals | 574 kg |
30.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 250 kg |
Ýsa | 118 kg |
Steinbítur | 62 kg |
Sandkoli | 16 kg |
Þykkvalúra | 6 kg |
Samtals | 452 kg |