Sjókvíaeldi verði sniðinn þrengri stakkur

Í drögum að stefnu um lagareldi er lagt til að …
Í drögum að stefnu um lagareldi er lagt til að skilyrði opins sjókvíaeldis verði hert og gjaldtaka aukin. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hinn 4. október kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra drög að nýrri stefnu um lagareldi. Í drögunum sem kynnt voru undir heitinu „Uppbygging og umgjörð lagareldis – Stefna til ársins 2040“ er gert ráð fyrir hærri gjaldtöku af sjókvíaeldi á Íslandi sem og að heimilt verði að skerða og auka framleiðsluheimildir sem hluta af hvatakerfi. Viðurkennt er að hagrænir hvatar hvetja til umfangsmikilla fjárfestinga sem kann að fylgja rekstrarleg óvissa.

Meðal þess sem lagt er til er að gerðar verði breytingar á núverandi fyrirkomulagi gjaldtöku af sjókvíaeldi. Stefnt sé að því að kom á gjaldtöku sem fylgi betur breytingum á heimsmarkaðsverði en verið hefur. Einnig er lagt til að áfram verði stuðst við þrepaskipt framleiðslugjald við innheimtu en að þrepum verði fjölgað úr þremur í fjórtán og er talið að gjaldið verði þannig næmara fyrir verðbreytingum.

„Gjaldið yrði því hærra þegar heimsmarkaðsverð er hærra, en lægra þegar verð lækkar. Eins er gert ráð fyrir að uppfæra verð mánaðarlega í stað árlegrar uppfærslu sem hefur verið til þessa. Þannig er betur tekið tillit til tekjumyndunar rekstraraðila á hverjum tíma. Best er að gjaldtaka og skattlagning sé í senn skilvirk og fljótvirk og þannig hægt að innheimta gjöld og skatta í samræmi við tekjur og hagnað á hverjum tíma. Þetta er mögulegt þar sem upplýsingar um heimsmarkaðsverð eru aðgengilegar og því auðvelt að notast við mánaðarlegar upplýsingar í stað þess að miða við heimsmarkaðsverð fyrra árs,“ segir í drögunum.

Gert er ráð fyrir að þrepin fjórtán verði skipt eftir verðflokkum á bilinu undir fjórar evrur og yfir 12 evrur og að gjaldhlutföll í hverjum verðflokki verði stigvaxandi.

Sjókvíaeldi hefur vaxið hratt hér á landi.
Sjókvíaeldi hefur vaxið hratt hér á landi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tillögurnar eru rökstuddar með því að vísa til breytinga í rekstrarumhverfi sjókvíaeldis samhliða verulegum breytingum á heimsmarkaðsverði. „Gjöld hafa einnig hækkað í samanburðarlöndum, Færeyjum og Noregi. Þær breytingar eru rökstuddar á þann veg að rekstraraðilar í sjókvíaeldi geti betur tekist á við hækkanir þar sem heimsmarkaðsverð á laxi hafi hækkað verulega. Miklar sveiflur eru á heimsmarkaðsverði á laxi en núverandi fyrirkomulag gjaldtöku nær illa að endurspegla þær sveiflur.“

Athygli vekur að útboð á heimildum til sjókvíaeldis teljist illa framkvæmanlegt miðað við gildandi löggjöf. Bent er á að það ríki „mikil óvissa um verðmyndun og framkvæmd slíkra útboða. Því er ljóst að endurgjald vegna nýtingar hafsvæða mun að litlu leyti nást í gegnum útboð, líkt og lagt var upp með.“

Nýtt hvatakerfi

„Ein helsta áskorun sjókvíaeldis er útbreiðsla sjúkdóma og afföll eldisfisks. Heilbrigði fiska er mikilvægt út frá dýravelferðar- og umhverfissjónarmiðum en einnig efnahagslegum sjónarmiðum þar sem afföll hafa eðli máls samkvæmt áhrif á afkomu rekstraraðila,“ segir í drögunum. Er bent á mikilvægi reglulegrar vöktunar og lagt til að Hafrannsóknastofnun hefji rannsóknir sem hafi það að markmiði að auka þekkingu á vistfræði og áhrifum laxa- og fiskilúsa.

Lagt er til að innleitt verði hvatakerfi sem leiði til skerðingar eða aukningar á framleiðsluheimildum sem taka mið af afföllum, tíðni meðhöndlunar gegn lúsum og lúsafjölda yfir tiltekið tímabil.

Í tengslum við afföll vilja höfundar að miðað sé við smitvarnarsvæði en þau eru afmörkuð hafsvæði eða fjörður þar sem aðeins einn rekstraraðili starfar. Starfi fleiri en einn rekstraraðili á smitvarnarsvæði eru afföll reiknuð fyrir smitvarnarsvæðið í heild sinni og hlutfall skerðingar eða aukningar miðað við gild rekstrarleyfi.

Séu afföll innan við 12% á tilteknu viðmiðunartímabili fær rekstraraðili aukningu á hámarksfjölda útsettra fiska fyrir næsta viðmiðunartímabil að því gefnu að hækkun rúmist innan burðarþols- og áhættumats. Séu afföllin á bilinu 12 til 18% stendur hámarksfjöldi útsettra fiska í stað á næsta viðmiðunartímabili. Fari þau hins vegar yfir 18% á viðmiðunartímabili er lagt til að rekstraraðili sæti takmörkun á hámarksfjölda útsettra fiska fyrir næsta viðmiðunartímabil.

Talin er þörf á að skilgreina smitvarnarsvæði.
Talin er þörf á að skilgreina smitvarnarsvæði.

Punktakerfi vegna lúsasmita

Í drögunum er lagt til að stefnt verði að því fyrir árið 2028 að „klínískar rannsóknir á lyfjaþoli fiski- og laxalúsar verði efldar í samvinnu rekstrarleyfishafa, sjálfstætt starfandi dýralækna sem þjónusta rekstrarleyfishafa og opinberra aðila með það að markmiði að stýra lyfjanotkun og lágmarka hættuna á lyfjaónæmi“. Auk þess að komið verði á kerfi vöktunar gagnvart áhrifum lúsar á stofna villtra laxfiska.

Til að skapa hvata til að fækka lúsasmitum er lagt til að innleiða punktakerfi sem tekur mið af fjölda lúsa á viðkvæmum tíma gönguseiða og fjölda skipta lyfjameðhöndlunar á smitvarnarsvæðum. „Sambland þessara þátta ákvarðar þann fjölda fiska sem fá að fara á tiltekið smitvarnarsvæði að loknu viðmiðunartímabili.“

Fái rekstraraðili færri en fjóra punkta á viðmiðunartímabili, sem á að jafnaði að vera ein kynslóð, fær umrætt smitvarnarsvæði heimild til aukningar á hámarksfjölda útsettra fiska á næsta viðmiðunartímabili að því gefnu að hækkun rúmist innan burðarþols og áhættumats. Séu punktarnir fjórir til átta stendur hámarksfjöldi útsettra fiska í stað, en séu þeir fleiri en átta sætir smitvarnarsvæðið takmörkun á hámarksfjölda útsettra fiska á næsta viðmiðunartímabili.

Hagrænir hvatar

Auk hvatakerfis í kringum sjúkdóma og sníkjudýr er lagt til að teknir verði upp hagrænir hvatar sem hvetja rekstraraðila til að setja út stærri seiði, setja út ófrjóan lax eða regnbogasilung og nota lokaðan eða hálflokaðan eldisbúnað.

„Í núgildandi löggjöf er nú þegar að finna hagræna hvata til að efla tvær síðastnefndu eldisaðferðirnar en þeir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Við endurskoðun laganna verður því gjaldahlutfall tengt þessum tveimur eldisaðferðum tekið til sérstakrar skoðunar. […] Einnig er nauðsynlegt að gera ráð fyrir tæknibreytingum í síbreytilegu umhverfi og því er einnig gert ráð fyrir nýrri tækni sem ætlað er að lágmarka umhverfisáhrif,“ segir í drögunum.

Aukin óvissa

Viðurkennt er í drögunum að „þeir umhverfishvatar sem hér er lagt upp með krefjast viðbótarfjárfestingar af hálfu rekstraraðila, en þeim getur einnig fylgt ákveðin rekstrarleg áhætta. Sumar þeirra leiða sem nefndar eru hafa ekki verið fullreyndar sem skapar óvissu um fjárfestinguna sem slíka. Þá er líklegt að rekstraraðilar hafi minni þekkingu á notkun nýrra eldisaðferða sem mögulega orsakar tímabundið verri rekstrarniðurstöðu. Því er ákveðin áhætta fyrir rekstraraðila að fara út í aðrar eldisaðferðir sem eru minna útbreiddar s.s. lokaðan búnað eða hálflokaðan búnað og ófrjóan lax.“

Engu að síður er talið að fjárhagslegir hvatar verði til þess að rekstraraðilar taki upp eldisaðferðir sem lágmarka umhverfisáhrif og er lagt til að kynslóð sem er aðeins einn vetur í sjó leiði til þess að greitt sé gjald sem er einum flokki lægra en ella og sé kynslóðin minna en eitt ár í sjó er gjaldið þremur flokkum lægra. Auk þess er lagt til að fyrsta kynslóð sem rekstraraðilar setja út og er minna en eitt ár í sjó verði undanþegin gjaldinu það ár.

Sé notaður ófrjór lax er greitt gjald sem er tveimur flokkum lægra en ella og þremur flokkum lægra sé kynslóð í hálflokuðum búnaði. Sé um lokaðan búnað að ræða er lagt til að greitt sé gjald sem er fjórum flokkum lægra.

Rekstrarleg áhætta getur fylgt öðrum framleiðsluaðferðum.
Rekstrarleg áhætta getur fylgt öðrum framleiðsluaðferðum. mbl.is/Helgi Bjarnason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.24 574,56 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.24 619,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.24 474,76 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.24 418,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.24 212,35 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.24 262,15 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.24 307,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.12.24 476,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.633 kg
Þorskur 887 kg
Keila 362 kg
Karfi 10 kg
Samtals 5.892 kg
11.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 257 kg
Þorskur 164 kg
Sandkoli 20 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 459 kg
11.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 555 kg
Ýsa 262 kg
Keila 57 kg
Langa 27 kg
Samtals 901 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.24 574,56 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.24 619,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.24 474,76 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.24 418,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.24 212,35 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.24 262,15 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.24 307,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.12.24 476,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.633 kg
Þorskur 887 kg
Keila 362 kg
Karfi 10 kg
Samtals 5.892 kg
11.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 257 kg
Þorskur 164 kg
Sandkoli 20 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 459 kg
11.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 555 kg
Ýsa 262 kg
Keila 57 kg
Langa 27 kg
Samtals 901 kg

Skoða allar landanir »