Arctic Fish slátrar fyrir Háafell næstu þrjú árin

Háafell starfrækir laxeldi í Ísafjarðardjúpi, en Arctic Fish mun annast …
Háafell starfrækir laxeldi í Ísafjarðardjúpi, en Arctic Fish mun annast slátrun fyrir félagið í vinnslu sinni á Bolungarvík. mbl.is/Helgi Bjarnason

Arctic Fish mun sjá um slátrun á öllum þeim laxi sem Háafell framleiðir næstu þrjú árin samkvæmt nýgerðum samningum þess efnis. Mun Framleiðslan fara fram í Drimlu, nýrri laxavinnslu Arctic Fish í Bolungarvík sem tekin var í notkun í sumar. Auk þess mun brunnbátur á vegum Arctic Fish, Nova Trans flytja lifandi lax í Drimlu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Fyrsti laxinn úr framleiðslu Háafells í Ísafjarðardjúpi sendur til Arctic Fish til slátrunar í dag, en það mun vera fyrsti laxinn sem slátrað er úr Djúpinu eftir að fyrstu laxaseiðin fór í sjó þar vorið 2022.

„Laxavinnslan Drimla annar um 100 tonna framleiðslu á dag og fara um 450 tonn á viku frá vinnslunni. Háafell gerir ráð fyrir að slátra um 2.000 tonnum í haust og vetur en heildarframleiðsla í húsinu verður um 20.000 tonn á næsta ári sem samsvarar um 20 milljarða útflutningsverðmætum. Fiskurinn fer að mestu ferskur á erlenda markaði en hluti framleiðslunnar er frystur í vinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Lang stærsti hluti framleiðslunnar er fluttur sjóleiðina á erlenda markaði til að lágmarka kolefnisspor framleiðslunnar,“ segir í tilkynningunni.

Alls tsrafa um 30 í Drimlu, bæði tæknifólk og í vinnslu.

Stein Ove Tveiten forstjóri Arctic Fish, Kristján Rúnar Kristjánsson framkvæmdastjóri …
Stein Ove Tveiten forstjóri Arctic Fish, Kristján Rúnar Kristjánsson framkvæmdastjóri Í Laxavinnslunni Drimlu og Gauti Geirsson framkvæmdastjóri Háafells handsala samning um slátrunina. Ljósmynd/Aðsend

„Það er ánægjulegt fyrir okkur að geta nýtt okkur laxavinnslu Arctic Fish hér í Ísafjarðardjúpi. Við hefjum ferlið innst í Djúpinu á Nauteyri í seiðaeldinu, ölum laxinn upp í miðju Djúpinu og uppskerum svo í Bolungarvík, þannig að framleiðsla okkar er öll í Ísafjarðardjúpi. Vinnslan Bolungarvík er janframt eins sú tæknivæddasta í heimi með nýjasta mögulega búnað svo sem ofurkælingartönkum sem á að tryggja gæði vörunnar,“ er haft eftir Gauta Geirssyni, framkvæmdastjóra Háafells, í tilkynningunni.

„Með því að Háafell komi með framleiðslu sína til okkar verður framleiðslan í vinnslunni stöðugri og hagkvæmari fyrir báða aðila. Við höfum lagt í mikla fjárfestingu í þessu húsi sem nýtist nú fleirum. Það styrkir báða aðila í samkeppni á erlendum mörkuðum,“ segir Kristján Rúnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri laxavinnslunnar Drimla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »