Segja nóg komið og hóta aðgerðum

Stórir kaupendur uppsjávarafurða benda á að aðeins er ár þar …
Stórir kaupendur uppsjávarafurða benda á að aðeins er ár þar til þeir hyggjast hætta að kaupa makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna verði ofveiðinni ekki hætt. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú er komið nóg. Það er kom­inn tími til að landa lausn­um og hætta of­veiði í Norðaust­ur-Atlants­hafi,“ seg­ir í opnu bréfi sem vernd­ar­sam­tök upp­sjáv­ar­stofna á Norður-Atlants­hafi hafa sent ráðherr­um sjáv­ar­út­vegs­mála í Bretlandi, Nor­egi, Íslandi, Fær­eyj­um, Græn­landi og Rússlandi auk fram­kvæmda­stjóra sjáv­ar­út­vegs­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu.

Tvö ár eru liðin frá því að sam­tök­in, sem starfa und­ir skamm­stöf­un­inni NAPA (North Atlantic Pelagic Advocacy Group), til­kynntu á Hring­borði Norður­slóða í Hörpu að 40 stór­ir alþjóðleg­ir kaup­end­ur upp­sjáv­ar­af­urða hafi skuld­bundið sig til að leita að öðrum afurðum ná strand­rík­in ekki að kom­ast að sam­komu­lagi inn­an þriggja ára sem trygg­ir að veiðar á mak­ríl, norsk-ís­lenskri síld og kol­munna verði inn­an vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar. Frest­ur­inn renn­ur s.s. út á næsta ári.

Strand­rík­in eru sam­mála um að fylgja ráðgjöf um há­marks­veiði, en eru engu nær hvað varðar samn­inga um hvernig eigi að skipta afla­hlut­deild­un­um og því hafa rík­in gefið út veiðiheim­ild­ir til sinna skipa sjálf­stætt á grund­velli þess hlut­deild­ar sem rík­in segj­ast eiga til­kall til. Vegna þessa hafa stofn­arn­ir þrír verið of­veidd­ir um nokk­urt skeið.

„Strand­ríki, framtíð fiski­stofna í Norðaust­ur-Atlants­hafi er í þínum hönd­um. Hvað þarf til að þú styður sjálf­bæra sjó­sókn og vel stjórnaðar fisk­veiðar?“ er spurt í bréfi NAPA.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is

Leita annarra hrá­efna

„Við, NAPA, erum full­trú­ar heims­markaðs sjáv­ar­af­urða á Norðaust­ur-Atlants­hafi. Við erum að skrifa þér til að segja þér að nú sé komið nóg. Sjálf­bær­ar fisk­veiðar á Norðaust­ur-Atlants­hafi verða að vera for­gangs­verk­efni ykk­ar. […] Við biðjum ykk­ur um að hverfa ekki frá viðræðum þessa árs án sam­hljóða og sjálf­bærs sam­komu­lags um afla fyr­ir árið 2024,“ sagði í bréf­inu.

„Aðgerðarleysi ykk­ar hingað til dreg­ur birgðakeðjuna til að end­ur­skoða kaupákv­arðanir sín­ar. Ef ekki næst sjálf­bær stjórn­un [veiða] munu fé­lags­menn okk­ar íhuga að taka mál­in í sín­ar hend­ur.“

Í bréf­inu er vísað til yf­ir­lýs­inga fjölda fyr­ir­tækja og er sér­stak­lega vak­in at­hygli á því að breska versl­un­ar­keðjan Asda hyggst hætta að kaupa mak­ríl frá veiðisvæði 27, sem er alþjóðleg skil­grein­ing á Norðaust­ur-Atlants­hafi. Jafn­framt heit­ir Skrett­ing Norway, í Nor­egi, því að hætta að kaupa fiski­mjöl sem fram­leitt er með kol­munna.

„Við mynd­um hætta að kaupa þetta hrá­efni þar sem við vinn­um eft­ir háum stöðlum um ábyrg inn­kaup,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Bi­om­ar sem er stór fram­leiðandi fóðurs fyr­ir fisk­eldi. Auk þess hyggst breska krá­ar­keðjan Young´s ekki ætla að kaupa afurðir sem inni­halda fisk frá þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 22.277 kg
Samtals 22.277 kg
29.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.541 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 132 kg
Samtals 2.138 kg
29.3.25 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.267 kg
Skarkoli 139 kg
Steinbítur 51 kg
Samtals 1.457 kg
29.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 838 kg
Steinbítur 396 kg
Hlýri 225 kg
Ýsa 96 kg
Ufsi 14 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.590 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 22.277 kg
Samtals 22.277 kg
29.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.541 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 132 kg
Samtals 2.138 kg
29.3.25 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.267 kg
Skarkoli 139 kg
Steinbítur 51 kg
Samtals 1.457 kg
29.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 838 kg
Steinbítur 396 kg
Hlýri 225 kg
Ýsa 96 kg
Ufsi 14 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.590 kg

Skoða allar landanir »

Loka