Samkomulag um ráðgjöf en ekki um veiði

Cecilie Myrseth, sjávarútvegs- og hafsmálaráðherra Noregs, ítrekar afstöðu Norðmanna um …
Cecilie Myrseth, sjávarútvegs- og hafsmálaráðherra Noregs, ítrekar afstöðu Norðmanna um að hlutdeildir ríkja í makrílsstofninum eigi að byggja á svæðistengingu. Íslensk yfirvöld hafna þessum rökum Norðmanna. Ljósmynd/Nærings- og fiskeridepartementet

Sam­komu­lag hef­ur náðst milli strand­ríkj­anna svo­kölluðu, Íslands, Græn­lands, Fær­eyja, Bret­lands, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins, um að út­hlut­un veiðiheim­ilda í mak­ríl fyr­ir árið 2024 skuli byggja á vís­inda­legri ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) sem seg­ir að ekki skuli veiða meira en 739.386 tonn. Um er að ræða 5% sam­drátt frá síðustu mak­ríl­vertíð.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef norska stjórn­ar­ráðsins.

Vert er að geta þess að sam­komu­lag um að byggja á ráðgjöf ICES um há­marks­afla hef­ur náðst á hverju ári í ár­araðir, það þýðir þó ekki að sam­komu­lag sé um skipt­ingu afl­ans og því út­hluta strand­rík­in afla­heim­ild­ir til fiski­skipa sinna sjálf­stætt í sam­ræmi við þá hlut­deild sem rík­in telja sig eiga til­kall til. Vegna þessa er veitt um­fram ráðgjöf á ári hverju.

Í til­kynn­ing­unni vekja norsk stjórn­völd at­hygli á því að það sé mat vís­inda­manna að strand­rík­in þurfa að veiða minna. Ekki er þó sagt frá því að Norðmenn hafi ásamt Fær­ey­ing­um stór­aukið út­hlut­un mak­ríl­kvóta til skipa sinna, heil 55%.

Vegna fram­gangs Norðmanna og Fær­ey­inga kölluðu sam­tök evr­ópskra út­gerða, Europeche, eft­ir því að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins myndi grípa til aðgerða.

Frum­leg rétt­læt­ing

Norðmenn hafa reynt að rétt­læta aukna hlut­deild í mak­ríl með því að leggja til grunns kenn­ing­ar um hve langa viðveru mak­ríll­inn er með í norskri efna­hagslög­sögu. Er þetta nefnt svæðisteng­ing stofns­ins.

„Mak­ríl­stofn­inn er einn verðmæt­asti fiski­stofn Evr­ópu og því er líka krefj­andi að koma sér sam­an um hvernig heild­arkvót­an­um skuli skipt á milli aðila. Að mati Nor­egs er mik­il­vægt að end­an­leg lausn sé í sam­ræmi við hversu mikið af mak­ríl er í raun og veru að finna í þess­um mis­mun­andi efna­hagslög­sög­um,“ er haft eft­ir Cecilie Myr­seth, nýj­um sjáv­ar­út­vegs- og hafs­málaráðherra Nor­egs.

Íslend­ing­ar hafa hafnað þess­um rök­semd­um Norðmanna og bent á að aðferðin sé með inn­byggða galla þar sem ekki er hægt með óyggj­andi hætti að staðsetja stofn­inn á hverj­um tíma. Auk þess er ekki tekið til­lit til þess hvar stofn­ar hrygna, vaxa, leita ætis og þyngj­ast. Svæðisteng­ing­in taki því ekki mið af því hvert fram­lag hvers rík­is er til heil­brigðis stofns­ins.

Hóta aðgerðum

Ný­verið ít­rekuðu sam­tök stórra kaup­enda upp­sjáv­ar­af­urða að aðeins eitt ár er eft­ir af þeim fresti sem gef­inn var til að ganga frá samn­ing­um um veiðarn­ar og tryggja að þær yrðu inn­an ráðgjöf vís­inda­manna. Ella hyggj­ast kaup­end­urn­ir leita annarra afurða.

Fátt bend­ir til að sátt ná­ist um skipt­ingu afl­ans milli ríkj­anna þar sem þau viður­kenna ekki aðferðafræði hvors ann­ars og þar með ekki rök­semda­færsl­ur sem þau leggja fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »