VS-afli meiri vegna uppgjörsskilyrða?

VS-afli hefur aukist mikið eftir að skipverjar á Valdimari GK …
VS-afli hefur aukist mikið eftir að skipverjar á Valdimari GK töpuðu máli er varðaði viðmiðunarverð við útreikning launa. mbl.is/Sigurður Bogi

Sterkar vísbendingar eru um að mikla aukningu í VS-afla undanfarin ár megi rekja til þess að útgerðum hafi verið gert heimilt að gera upp við sjómenn á lægra verði fyrir slíkan afla en lágmarksverð Verðlagsstofu heimilar. Bein samsvörun virðist vera milli niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness þess efnis og að ör vöxtur færðist í nýtingu heimildar til að skrá afla sem VS-afla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Um er að ræða afla í veiðiferð sem skipstjóra er heimilt að ákveða að reiknist ekki til kvóta skipsins, er tilgangurinn að auka sveigjanleika og minnka brottkast. Selja þarf aflann á uppboði á fiskmörkuðum en aðeins 20% fellur í hlut útgerðar og 80% fara til ríkissjóðs, nánar til tekið Verkefnasjóð sjávarútvegsins.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness frá 13. nóvember 2017 í máli Sjómannasambands Íslands gegn Þorbirni hf. kom fram að það væri ekki brot að gera upp við sjómenn á grundvelli þeirra 20% sem falla í hlut útgerðar þegar VS-afli er annars vegar.

„Því hefur Verðlagsstofa miðað við þetta fyrirkomulag við útreikninga sína á aflahlut, þ.e. að skipt sé úr 20% þess aflaverðmætis sem fæst fyrir aflann á uppboðsmarkaði. Viðmiðunarverð á ekki við í slíkum tilfellum, heldur einungis um afla sem seldur er í beinum viðskiptum milli skyldra aðila (og í einhverjum tilvikum afla sem landað er til byggðakvóta),“ segir í svari Verðlagsstofu við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Lesa má umfjöllunina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »