Jason Momoa sendir Alþingi bréf

Jason Momoa, sem er þekktur fyrir að leika Aquaman, hefur …
Jason Momoa, sem er þekktur fyrir að leika Aquaman, hefur sent Alþingi bréf þar sem hann hvetur þingmenn til þess að kjósa með frumvarpi um hvalveiðibann. AFP

32 erlendir ríkisborgarar hafa sent alþingi erindi er varða frumvarp um hvalveiðibann. Þeirra á meðal er Hollywood-leik­ar­inn Ja­son Momoa, sem er m.a. þekktur fyrir að leika ofurhetjuna Aquaman – konung Atlantis.

Momoa segir að sér sé afar annt um sjóinn, rétt eins og DC-ofurhetjunni sem hann leikur, og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um hvalveiðar Íslendinga.

Hann er heldur ekki eini bandaríski leikarinn sem hefur tjáð sig um veiðarnar. Fyrr í haust hótuðu allnokkrar Hollywood-stjörnur sniðgöngu á Íslandi, skyldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákveða að framlengja ekki tímabundið hvalveiðibann – sem hún gerði samt sem áður, eins og frægt er.

Frumvarpið sem hér um ræðir var lagt fram þann 14. september af nokkrum þingmönnum úr Pírötum, Viðreisn, Flokki fólksins og Samfylkingunni.

„Tækifæri til þess að setja fordæmi fyrir allan heiminn“

Kate True, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Momoa Enterprises sem er í eigu havaíska leikarans, sendi Alþingi umsögnina sem er þó undirrituð af sjálfri Hollywood-stjörnunni. Bréf Momoa er eftirfarandi:

Sem stoltur aðgerðasinni fyrir sjávarlíf, stend ég með óhagganlegum stuðningi við hvalveiðibanni og verndun hvala á Íslandi og víða um heim.

Hvalir eru stórkostlegar, gáfaðar verur sem leika lykilhlutverk í því að halda jafnvægi í hafinu okkar. Þeirra velferð er í eðli sínu tengd heilsu plánetunnar okkar. Okkar ábyrgð er að vernda þessi merkilegu dýr og þeirra vistkerfi.

Ísland, með sitt hrífandi landslag og gnægðarfullt sjávarlíf, hefur einstakt tækifæri til þess að setja fordæmi fyrir allan heim. Með því að velja veg varðveislu og ábyrgrar umhverfisráðmennsku, getum við tryggt framtíð þar sem hvalir fái að halda áfram að þrífast og eru virtir til frambúðar.

Þakkir [„Mahalo“] fyrir ykkar umhugsun,
Jason Momoa

32 erindi en aðeins eitt á íslensku

Á vef Alþingis má sjá 32 innsend erindis- og umsagnarbréf um frumvarpið. Öll eru þau á ensku eða spænsku, að undanskilinni umsögn Bandaríkjamannsins Laken Arnold, sem er skrifuð á fremur bjagaðri íslensku – en íslensku samt sem áður.

Erindin eru öll mislöng en nefna flest svipuð atriði – að hvalir séu gáfaðar lífverur, íslenskt efnahagskerfi hagnist lítið sem ekkert á hvalveiðum og að hvalir séu mikilvægir fyrir vistkerfi sjávar, svo fátt sé nefnt. Þó hrósa nokkrir fegurð landsins jafnóðum.

Þá má þess geta að Imogen Sawyer, hjá Paul Wat­son-samtökunum, skilaði umsögn til Alþingis um frumvarpið en Sawyer var viðstödd þegar Ana­hita Baba­ei og El­issa Biou mótmæltu úr tunnum hvalveiðiskipanna Hval 8 og 9 í haust. Í erindi sínu nefnir hún m.a. að hvalveiðar brjóti ítrekað í bága við lög um velferð dýra.

Imogen Sawyer hjá Paul Watson-samtökunum.
Imogen Sawyer hjá Paul Watson-samtökunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viti sínu fjær að sjá hvalakjöt á matseðli

Sarah Bußmann nokkur segir eftirfarandi í sinni umsögn um frumvarpið sem send var inn í dag:

„Mig hefur ávallt langað að heimsækja Ísland vegna þess að náttúran ykkar er ævifögur. En það eru fjölmargar áhyggjur uppi er tengjast lögum ykkar um velferð dýra, eins og blóðmör og sérstaklega hvalveiðar, sem ég bið ykkur um að binda enda á fyrir fullt og allt.“

Wendy Debeck55 ára kanadískur ríkisborgari, segist þrábiðja stjórnvöld um að banna hvalveiðar.

„Tengdadóttir mín er nýkomin heim frá ykkar fallega landi, viti sínu fjær að sjá hvalkjöt á matseðli. Hún sér eftir því að hafa ekki verið svo forsjál að taka myndband á þeirru stundu af sér standa upp og yfirgefa veitingastaðinn – hún sér eftir því að hafa ekki deilt þessu á samfélagsmiðlum. Þetta er hræðilegur hlutur sem þið leyfið, og smánarblettur á því sem annars er glæsilegt land,“ skrifar Debeck. 

Andrew Ingham nokkur, sem getur ekki þjóðernis síns, nefnir í sinni umsögn að „hvalir eru gífurlega félagslyndar og afar gáfað verur sem finna fyrir ótta, sársauka og syrgja missi ættingja sinna eins og fílar“. Hann heldur áfram:

„Ef þú vilt bjarga heiminum frá loftslagskrísunni, kjóstu með þessu frumvarpi, þar sem [hvalveiðar] hjálpa hvorki íslensku efnahagskerfi né Íslendingum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »