Víða bleik sjávarútvegsfyrirtæki

Í tilefni af bleika deginum færði Vísir hf. öllum konum …
Í tilefni af bleika deginum færði Vísir hf. öllum konum sem starfa hjá félaginu bleiku slaufuna. Ljósmynd/Vísir hf.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins hafa mörg hver tekið þátt í bleik­um degi í dag sem hald­inn til stuðnings kvenna sem greinst hafa með krabba­mein. Þá hef­ur bleika slauf­an, ár­legt ár­verkni- og fjár­öfl­un­ar­átak Krabba­meins­fé­lags­ins til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­mein­um hjá kon­um, víða verið sjá­an­leg.

Starfs­menn sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar (Berg­ur, Berg­ur-Hug­inn og Vís­ir) mættu mörg hver í bleiku og var í öll­um fé­lög­um boðið upp á bleikt kaffi. Öllum kon­um sem starfa hjá Síld­ar­vinnlunni fengu bleiku slauf­una að gjöf, en ágóði af sölu hals­men­anna renn­ur til starf­semi Krabba­meins­fé­lags­ins.

Starfsmenn Síldarvinnslunnar mættu í bleiku líkt og starfsmenn fjölda sjávarútvegsfyrirtækja …
Starfs­menn Síld­ar­vinnsl­unn­ar mættu í bleiku líkt og starfs­menn fjölda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem tóku þátt í bleik­um degi. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lag­inu Vísi í Grinda­vík, en þar færði Pét­ur Haf­steinn fram­kvæmda­stjóri ásamt Anítu Ágústs­dótt­ur kon­um sem starfa hjá Vísi bleiku slauf­una í kaffi­tím­an­um í dag og fylgdu bleik­ar kök­ur með föstu­dagskaff­inu.

Í færslu á Face­book skrif­ar Vís­ir að Krabba­meins­fé­lagið sinn­ir „afar mik­il­vægu starfi sem er okk­ur mörg­um kært en fé­lagið styður fólk með krabba­mein og aðstand­end­ur þeirra með ókeyp­is ráðgjöf, styrkja ís­lensk­ar krabba­meins­rann­sókn­ir, sinna ým­iss kon­ar fræðslu, for­varn­ar­starfi, nám­skeiðahaldi og fleiru, sem og sinna hags­muna­gæslu og beita sér fyr­ir bættri aðstöðu fyr­ir fólk með krabba­mein. Það var gam­an að sjá hversu marg­ir starfs­menn mættu í bleiku í dag til að vekja at­hygli á átaki bleiku slauf­unn­ar og sýna þannig sam­stöðu með öll­um kon­um sem greinst hafa með krabba­mein.“

Bleika slaufan var veitt öllum konum sem starfa hjá samstæðu …
Bleika slauf­an var veitt öll­um kon­um sem starfa hjá sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Vís­ir hf.

Í bleik­um sokk­um

Fisk­vinnsl­an Íslands­saga á Suður­eyri hélt einnig upp á dag­inn og bauð dýr­ind­is bleika tertu á kaffi­stof­unni. „Færðum starfs­mönn­um Íslands­sögu bleiku slauf­una í til­efni af bleika deg­in­um, af því að við vit­um að all­ur ágóðinn af söl­unni renn­ur á rétt­an stað,“ skrif­ar Óðinn Gests­son fram­kvæmda­stjóri fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins á Face­book.

Útgerðarfé­lagið Eskja bauð upp á bleikt morgunkaffi. „Starfs­fólk okk­ar mætti í bleik­um föt­um til vinnu í dag og átt­um við nota­lega stund sam­an á kaffi­stof­unni. Við hvetj­um að sjálf­söfðu alla til að taka þátt í deg­in­um og klæðast bleiku í dag, kaupa Bleiku slauf­una og sýna sam­stöðu,“ sagði í færslu fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðlum.

Ýmis þjón­ustu­fyr­ir­tæki sjáv­ar­út­vegs hafa ekki látið sig vanta og ákváðu starf­menn Vélfags að mæta í bleik­um sokk­um í til­efni dags­ins.

Víða hafa verið veglegar veitingar í boði á kaffistofum og …
Víða hafa verið veg­leg­ar veit­ing­ar í boði á kaffi­stof­um og var Vís­ir eng­in und­an­tekn­ing. Ljós­mynd/​Vís­ir hf.
Vegleg kaka var í boði hjá Eskju í dag.
Veg­leg kaka var í boði hjá Eskju í dag. Ljós­mynd/​Eskja
Starfsmenn Vélfags mættu í eins sokkum.
Starfs­menn Vélfags mættu í eins sokk­um. Ljós­mynd/​Vélfag
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »