Njóta góðs af mannauði og aðstæðum í Eyjum

Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, segir mannauðinn mikilvægan þegar laxeldi er …
Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, segir mannauðinn mikilvægan þegar laxeldi er annars vegar. Ljósmynd/Aðsend

Risastór landeldisstöð mun rísa í Vestmannaeyjum á landi sem varð til í eldgosinu. Mikil reynsla heimamanna af útgerð, fiskvinnslu og markaðssetningu sjávarfangs styrkir starfsemina.

Í Vestmannaeyjum býr stórhuga fólk sem bíður ekki boðanna þegar áhugaverðar viðskiptahugmyndir láta á sér kræla. Sést þetta vel á viðskiptaáætlun fyrirtækisins Laxey (áður Icelandic Farmed Salmon) sem hyggst reisa þar landeldisstöð, framleiða allt að 27.000 tonn af slægðum laxi ár hvert og skapa atvinnu fyrir um 120 manns.

Seiðaeldisstöðin er að verða klár. Vissara þótti að Laxey yrði …
Seiðaeldisstöðin er að verða klár. Vissara þótti að Laxey yrði ekki háð kaupum á seiðum annarra. Ljósmynd/Aðsend

Lárus Ásgeirsson er stjórnarformaður Laxeyjar og segir hann í síðasta blaði 200 mílna verkefnið eiga sér fjögurra ára sögu. „Frumkvöðlarnir Daði Pálsson og Hallgrímur Steinsson höfðu gengið með þessa hugmynd í maganum, hvor í sínu lagi, þó að landeldi hefði ekki verið jafnmikið í umræðunni og það er í dag. Atvikast málin þannig að einn daginn byrja Daði og Hallgrímur að spjalla saman um möguleikann á eldisstöð í Eyjum og er það þá sem hugmyndin fær vængi.“

Spurður um mögulegar hindranir og flöskuhálsa segir Lárus að allar spár séu sammála um að eftirspurn eftir eldislaxi muni halda áfram að aukast mun hraðar en framboðið, og því lítil hætta á að illa gangi að koma vöru Laxeyjar í verð.

„En það á við fiskeldi eins og annan rekstur að við erum háð því að þurfa góðan mannauð til að reka og þjónusta stöðvarnar. Þróunin í greininni hefur verið ör og fáir hér á landi sem búa að mikilli þekkingu á fiskeldi, svo að líklegast munum við fyrst um sinn þurfa að sækja okkur þessa þekkingu erlendis frá. Er brýnt að iðnaðurinn taki höndum saman til að renna enn betri stoðum undir vöxt komandi ára og vinni með íslenska menntakerfinu að því að stórefla menntun á sviði fiskeldis.“

Viðtalið við Lárus má nálgats í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »