Nýja hafrannsóknaskipið Þórunn Þórðardóttir sjósett 15. desember

Við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir.
Við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Nýtt hafrannsóknaskip verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember nk.

Við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og fær það einkennisstafina HF 300. Skipið mun draga nafn sitt af Þórunni Þórðardóttur sem var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var m.a. frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 

Helsta afrek Þórunnar rannsóknir á heildarfrumframleiðni svifþörunga

Fram kemur, að eitt helsta afrek Þórunnar hafi verið rannsóknir og mat á heildarfrumframleiðni svifþörunga á Íslandsmiðum en svifþörungar eru undirstaða fæðukeðju hafsins. Þórunn var jafnframt á meðal fyrstu sjávarlíffræðinga til að nota geislakolsaðferð til að meta framleiðni í sjónum. Hún hlaut heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs Alþingis fyrir framlag sitt til rannsókna á hafinu við Ísland. Þórunn lést 11. desember árið 2007.

Þórunn Þórðardóttir við störf.
Þórunn Þórðardóttir við störf. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Þetta nýja og glæsilega skip eykur verulega möguleika Íslendinga til hafrannsókna,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í tilkynningunni.

„Ég hef í mínu embætti lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, þetta eru því einstaklega ánægjuleg tímamót. Ekki skemmir fyrir að skipið skuli nefnt eftir svo merkri vísindakonu og frumkvöðli sem Þórunn Þórðardóttir var og að nafngiftin skuli tilkynnt á sjálfum kvennaverkfallsdeginum.“

Þá segir, að stefnt sé að afhendingu skipsins til Íslendinga í október 2024 og verði þá siglt til landsins. Þórunn Þórðardóttir HF 300 mun leysa af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skipið verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er, en um er að ræða tvíorkuskip með rafknúnum skrúfum. Meginorkugjafi er olía en einnig eru stórar rafhlöður um borð sem stuðla að betri orkunýtingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.12.24 551,49 kr/kg
Þorskur, slægður 4.12.24 562,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.12.24 369,86 kr/kg
Ýsa, slægð 4.12.24 334,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.12.24 235,01 kr/kg
Ufsi, slægður 4.12.24 279,28 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 4.12.24 213,88 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.24 20,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.12.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.048 kg
Ýsa 583 kg
Keila 493 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 4 kg
Samtals 3.144 kg
4.12.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 3.020 kg
Samtals 3.020 kg
4.12.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 8.957 kg
Ýsa 468 kg
Keila 61 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 9.521 kg
4.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.626 kg
Ýsa 1.196 kg
Samtals 2.822 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.12.24 551,49 kr/kg
Þorskur, slægður 4.12.24 562,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.12.24 369,86 kr/kg
Ýsa, slægð 4.12.24 334,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.12.24 235,01 kr/kg
Ufsi, slægður 4.12.24 279,28 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 4.12.24 213,88 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.24 20,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.12.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.048 kg
Ýsa 583 kg
Keila 493 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 4 kg
Samtals 3.144 kg
4.12.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 3.020 kg
Samtals 3.020 kg
4.12.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 8.957 kg
Ýsa 468 kg
Keila 61 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 9.521 kg
4.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.626 kg
Ýsa 1.196 kg
Samtals 2.822 kg

Skoða allar landanir »