Laxinn vex 19% hraðar við rétt skilyrði

„Með hárréttu súrefnishlutfalli og réttum straumhraða má bæði minnka fóðurnotkun …
„Með hárréttu súrefnishlutfalli og réttum straumhraða má bæði minnka fóðurnotkun og hámarka vöxtinn á fiskinum,“ segir Alda. Búnaður Linde tekur inn súrefni af sama hreinleika og sjúkrahús nota. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að tryggja súrefnisgæði í fiskeldi á landi getur verið flókin áskorun, og ef súrefnisgjöfin er ekki nógu góð má reikna með að fiskurinn vaxi hægar og ýmsir kvillar komi upp.

Alda Hlín Karlsdóttir er sölustjóri á fiskeldissviði Linde en félagið er umsvifamikið í þróun súrefnislausna fyrir fiskeldi. Linde er alþjóðlegt stórfyrirtæki á gasmarkaði, með um 70.000 starfsmenn á heimsvísu, en árið 1993 hóf félagið að þróa búnað til að koma súrefni á sem skilvirkastan hátt inn í fiskeldisker og smíðar í dag búnaðinn SOLVOX sem býður upp á alhliða lausn til að leysa upp súrefni í vatni og skapa þann vatnsstraum og hringrás sem fiskurinn þarf til að vaxa og dafna.

Fullkomin landeldisstöð Blue Salmon AS í Noregi þar sem notast …
Fullkomin landeldisstöð Blue Salmon AS í Noregi þar sem notast er við tækni frá Linde. Ljósmynd/Linde

Straumflæði í kerjum leikur mikilvægt hlutverk í að skapa sem náttúrulegastar aðstæður fyrir laxinn. SOLVOX-einingarnar eru hannaðar til að tryggja þessar aðstæður með vökvastýringu og besta mögulega straumhraða. „Með hárréttu súrefnishlutfalli og réttum straumhraða má bæði minnka fóðurnotkun og hámarka vöxtinn á fiskinum, auk þess að fiskurinn verður heilbrigðari, með öflugra ónæmiskerfi, og betur í stakk búinn til að ráða við að vera t.d. fluttur úr ferskvatnskerjum út í sjókvíar til áframeldis,“ segir Alda.

Hafa rannsóknir Linde sýnt að með réttum búnaði og stillingum getur eldislax vaxið 19% hraðar og nýting á fóðri batnað um allt að 21% á sama tíma. Gefur augaleið að fiskeldisstöðvar geta þannig stóraukið skilvirkni og skapað meiri verðmæti með minni tilkostnaði.

Viðtalið við Öldu Hlín má lesa í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg
22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg
22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg

Skoða allar landanir »