„Fólk ætti að borða meira af fiski, þó ekki sé nema vegna hollustu,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Matís, í samtali við Morgunblaðið. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2023, sem haldin er nú í vikunni, flytur Kolbrún erindi sem ber yfirskriftina Þróun, áhrif og ímynd fiskneyslu. Titillinn segir allt um efnið sem flutt er á málstofu þar sem markaðsmál sjávarafurða verða í brennidepli.
Vitað er og staðfest að mikilvægi góðrar ímyndar sjávarafurða hefur aukist síðustu ár, þar sem neytendur vilja upplýsingar um vöruna sem þeir kaupa. Hollusta og umhverfisáhrif eru stórir þættir þegar fólk ákveður hvað vera skuli í matinn á heimili sínu eða velur á veitingastöðum. Allt þarf að vera á hreinu og að því leyti er staða íslenskra sjávarafurða sterk.
„Ímynd íslensks fisk ætti að vera sterk, meðal annars þegar litið er til þess að óæskileg efni eru langt undir viðmiðum. Slíkt finnst stundum í fiski sem veiddur er á fjarlægari miðum. Þá er nýting fiskistofna við Ísland sjálfbær og kolefnisspor fisksins er lágt í samanburði við kjöt. Samanburðurinn er einnig hliðhollur fiski þegar horft er á verð. Því segi ég að hver Íslendingur ætti að borða fisk sem aðalmáltíð dagsins tvisvar til þrisvar í viku, enda er slíkt í samræmi við þær ráðleggingar,“ segir Kolbrún.
Viðtalið við Kolbrúnu má lesa í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.11.24 | 591,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.11.24 | 655,51 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.11.24 | 404,23 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.11.24 | 405,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.11.24 | 264,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.11.24 | 315,24 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.11.24 | 271,53 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 4.058 kg |
Ýsa | 3.905 kg |
Samtals | 7.963 kg |
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 129 kg |
Ýsa | 13 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Samtals | 151 kg |
25.11.24 Sæli BA 333 Lína | |
---|---|
Þorskur | 376 kg |
Ýsa | 156 kg |
Langa | 149 kg |
Keila | 33 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 743 kg |
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.418 kg |
Ýsa | 4.229 kg |
Keila | 422 kg |
Langa | 311 kg |
Karfi | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 12.453 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.11.24 | 591,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.11.24 | 655,51 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.11.24 | 404,23 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.11.24 | 405,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.11.24 | 264,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.11.24 | 315,24 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.11.24 | 271,53 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 4.058 kg |
Ýsa | 3.905 kg |
Samtals | 7.963 kg |
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 129 kg |
Ýsa | 13 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Samtals | 151 kg |
25.11.24 Sæli BA 333 Lína | |
---|---|
Þorskur | 376 kg |
Ýsa | 156 kg |
Langa | 149 kg |
Keila | 33 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 743 kg |
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.418 kg |
Ýsa | 4.229 kg |
Keila | 422 kg |
Langa | 311 kg |
Karfi | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 12.453 kg |