Það var uggvænleg sjón sem blasti við Veigu Grétarsdóttur kajakræðara þegar hún flaug dróna sínum yfir sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði í síðastliðinni viku.
Veigu, sem ætlað hafði sér að festa það á mynd þegar fyrirtækið dældi laxi, brá í brún þegar myndavélin sýndi þúsundir illa farinna lús- og bakteríuétinna laxa í sjókvíunum.
„Þarna voru roðlausir og lúsugir hausar úti um allt,“ segir Veiga. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu, þetta var ömurleg sjón. Þeir eru étnir lifandi, ég get ekki ímyndað mér að það sé gott.“
Veigu blöskrar meðferðin á laxinum, en hún segir að í sjókvínni hafi fleiri hundruð þúsunda fiska þurft að líða þjáningar.
„Þetta er bara dýraníð af verstu gerð,“ segir Veiga sem segir ekki velferð allra dýra vera lagða að jöfnu.
„Ég held að það yrði allt brjálað í samfélaginu ef það sæjust myndir úr fjárhúsinu þar sem sauðkindin væri étin lifandi. Þetta er auðvitað atvinna og allt það, en það er ekkert hægt að gera allt í nafni atvinnu.“
Spurð hvort til séu leiðir við sjókvíaeldi sem stuðli að bættri velferð dýranna vísar Veiga til lokaðra kerfa, sem meðal annars eru nýtt í Noregi.
„Þetta eru tankar sem fiskurinn er alinn inni í. Og eftir því sem ég best veit, eftir upplýsingum frá Noregi, þá kemst laxalúsin ekki inn í þessa tanka,“ segir Veiga sem segir mikilvægt að stemma stigu við því að lýs taki að berast á milli laxanna.
„Lúsin kemur úr náttúrunni og þegar það er svona mikið magn af fiski á einum stað nær hún að fjölga sér og verða að faraldri. Það eru ekki nema þrjár eða fjórar vikur síðan þeir voru að eitra nánast allar kvíarnar með því að hella lúsaeitri en það tókst ekki að bjarga fiskunum,“ segir Veiga.
Veiga segir tækifæri geta falist í lokuðum kerfum og að þau séu jafnframt betri fyrir umhverfið.
„Með þeim getur þú hirt upp skítinn eftir fiskinn, þú losnar við koparmengunina í sjónum og ef þú losnar við lúsina losnar þú við lúsaeitrið líka sem gæti orðið atvinnuskapandi á annan hátt ef þeir færu nú að hirða upp lífræna úrganginn eftir fiskinn og byggju til lífrænan úrgang úr honum eins og verið er að skoða fyrir sunnan.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |