LearnCove hlaut hvatningarverðlaunin

F.v.: Björk Viðarsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu TM, Jón Gunnar Stefánsson sölu- …
F.v.: Björk Viðarsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu TM, Jón Gunnar Stefánsson sölu- og viðskiptastjóri LearnCove, Aðalheiður Hreinsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri LearnCove, Gunnar Jónsson forstöðumaður sölu- og markaðssviðs LearnCove og Sigríður Gyða Héðinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri LearnCove. Ljósmynd/Harpa/Sigurjón Sigurjónsson

LearnCove hlaut hvatningarverðlaun TM og Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023 í gær.Hafa verðlaunin það hlutverk að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða með það að markmiði að stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi, að því er segir í fréttatilkynningu.

Dómnefnd veitti þremur verkefnum viðurkenningu að þessu sinni, auk verðlaunanna. Björk Viðarsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu hjá TM afhenti verðlaunin á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu.

LearnCove hlaut viðurkenningu og hvatningarverðlaunin í ár, en um er að ræðanýsköpunar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur frá árinu 2016 unnið að þróun hugbúnaðar sem gerir íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum kleift að halda utan um fræðslu, gæðaferli og úttektir í einum hugbúnaði.

„Sérstaða fyrirtækisins felst í því að hjálpa viðskiptavinum að búa til fræðslunet byggt á þeirra sérþekkingu eða vörum. Með bættri fræðslu og skýrara utanumhaldi gæðamála geta sjávarútvegsfyrirtæki fækkað slysum og skemmdum á búnaði. LearnCove leggur sitt af mörkum til sjálfbærni með fækkun hráefnistjóna og allt fræðsluferli er rafrænt. Hugbúnaðurinn er með sjálfvirkan tungumálastuðning  á 136 tungumálum. Fyrirtækið er nú að taka sín fyrstu skref inn á erlendan markað. LearnCove er dæmi um íslenskt hugvit í sjávarútvegi sem getur gagnast á öllum stigum virðiskeðjunnar i því skyni að bæta nýtingu sjávarafurða, auka sjálfbærni og styrkja framleiðni,“ segir í tilkynningunni.

Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið fjölsótt.
Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið fjölsótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veittu einnig viðurkenningar

Þá hlaut Ankeri Solutions viðurkenningu fyrir að þróa hugbúnaðarlausn fyrir fyrirtæki sem eiga og reka flutningaskip. Hugbúnaðarlausnin Ankeri hjálpar rekstraraðilum flutningaskipa að nota gögn til að finna það skip sem hentar best fyrir þeirra flutninga, með því að samþætta gögn sem lýsa skipum, höfnum og flutningaleiðum með rekstrargögnum skipa.

Með þessu móti geta rekstraraðilar lágmarkað heildar kostnað sinn við flutninga og á sama tíma dregið úr kolefnisfótspori fyrirtækisins. Meðal viðskiptavina Ankeris er Hapag-Lloyd í Þýskalandi sem er fimmta stærsta gámaflutningafyrirtæki í heimi.

Einnig hlaut Aurora Abalone sérstaka viðurkenningu. Fyrirtækið, sem áður hét Sæbýli, „hefur með seiglu byggt upp nýstárlega tækni og lausnir sem nýta auðlindir úr nærumhverfinu til þess rækta upp verðmæta, fágæta vöru. Aðgangur að jarðvarma, þörungum, hreinum sjó og hreinu vatni gerir staðsetningu þeirra ákjósanlega fyrir framleiðsluna,“ segir í tilkynnignunni.

Nú er fyrirtækið á fyrstu metrunum í stækkun á ræktuninni þar sem aðferðum sem hafa verið lengi í þróun verður beitt í magnframleiðslu á sæeyrum af gerðinni Ezo og California Red. Þessar tegundir eru eftirsóttar af matgæðingum. Tæknin sem hefur verið þróuð líkist í raun að mörgu leiti lóðréttum gróðurhúsum. „Fyrirtækið er gott dæmi um hvar þrautseigja og hugsjón getur orðið til þess að byggja upp störf og ábatasöm fyrirtæki með nýsköpun.“

Sæeyru eru eftirsóttur matur á sushi-veitingastöðum.
Sæeyru eru eftirsóttur matur á sushi-veitingastöðum. Ljósmynd/Sæbýli

„Mikilvægi nýsköpunar og þróunar fyrir íslenskan sjávarútveg er ótvírætt og við hjá TM erum stolt af því að geta hvatt þau verkefni sem þykja skara fram úr til dáða. Það hefur verið virkilega verðmætt fyrir TM, sem hefur frá upphafi sérhæft sig í ráðgjöf og tjónaþjónustu fyrir sjávarútveg, að fá innsýn í þá nýsköpun sem á sér stað í greininni. Við óskum fyrirtækjunum innilega til hamingju og þökkum  dómnefnd fyrir gott samstarf,“ segir Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu hjá TM, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »