Vandamál að ekki sé skýr rammi um þörungagreinar

Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga, telur mikilvægt að litið verði …
Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga, telur mikilvægt að litið verði til reynslu annarra þjóða þegar umgjörð þörungagreina verður mótuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félög sem nýta og rækta þörunga binda miklar vonir við að stefnumótun stjórnvalda á sviði lagareldis skili skýrari ramma utan um greinina og auknum stuðningi við þekkingu og menntun. Samtök þörungafélaga voru stofnuð af nokkrum félögum á síðasta ári en samtökunum hefur vaxið fiskur um hrygg og eru meðlimir nú um 30 meðlimir.

„Á heimsvísu eru framleiddar 36 milljónir tonna af stórþörungum á ári bæði til manneldis og til notkunar í ýmiss konar framleiðslu. Þetta er rúmlega þrjátíu sinnum meira en íslenski fiskiskipaflotinn veiðir á ári. Þetta er mjög stór grein en langstærst í Asíu. Hún hefur verið að þróast í hinum vestræna heimi og þegar kemur að ræktuninni er Ísland mikill eftirbátur annarra nágrannaþjóða,“ segir Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga, í síðasta blaði 200 mílna.

Sigurður segir mikið undir að árangur náist í ræktun þörunganna. „Ef við horfum til tveggja nýútkominna skýrslna, annars vegar um stefnumótun í lagareldi sem matvælaráðuneytið gaf út og hins vegar skýrslu Boston Consulting Group sem unnin var fyrir ráðuneytið, sést vel að með uppbyggingu ræktunar og sjálfbærri nýtingu getur ræktun smá- og stórþörunga orðið burðug stoð í atvinnulífinu. Þetta mun fjölga störfum og auka verðmætasköpun.“

Það hafi þó verið vandamál að ekki hafi legið fyrir skýr rammi fyrir greinina á Íslandi. „Þetta er ein af ástæðum þess að svona hagsmunasamtök eru stofnuð. Einstaklingar, lítil fyrirtæki og frumkvöðlar hafa verið að etja við hið opinbera í þeim tilgangi að hefja svona starfsemi og ekki mætt nægilegum skilningi. Það getur verið erfitt að átta sig á undir hvaða sviði viðkomandi atvinnugrein á að vera. Um er að ræða plöntur sem lifa á ljósi, þær þurfa ekkert fóður og falla því hvorki undir svið skelræktar né fiskeldis.“

Lesa má viðtalið við Sigurð í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »