Þreyttir á „yfirgangi Landhelgisgæslunnar“

Sea Trips hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið …
Sea Trips hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið fer hörðum orðum um verklag Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsvarsmenn fyrirtækisins Sea Trips, sem á snekkjuna Amelíu Rose, segjast langþreyttir á þeim ofstopa og yfirgangi sem þeir segjast hafa mætt af hálfu Landhelgisgæslunnar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem eigandi skipsins, fyrirtækið Sea Trips sendi frá sér í kvöld, en síðdegis í dag var skipið stöðvað af varðskipinu Þór og því vísað til hafnar á Akranesi.

Atvik dagsins ekki einsdæmi 

Sea Trips hefur áður lent í útistöðum við Landhelgisgæsluna, en fyrirtækið hefur áður gert athugasemdir við framgöngu Gæslunnar í sinn garð.

Í tilkynningunni sem Sea Trips sendi frá sér í kvöld er gerð grein fyrir málavöxtum frá sjónarhorni fyrirtækisins.

„Klukkan 15.02, 7. nóvember 2023, var skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips og siglir frá Reykjavíkurhöfn, á siglingu með farþega vestur af Gróttuvita þegar skipið var stöðvað af varðskipinu Þór. Þrír menn frá varðskipinu komu um borð í Amelíu Rose, fengu upplýsingar um fjölda farþega og tóku yfir stjórn skipsins og sigldu því til hafnar á Akranesi. Þar voru allir farþegar settir í land.“

Valið standist enga skoðun

Í tilkynningunni er gerð athugasemd við það að snekkjunni hafi verið gert að sigla að 8,1 sjómílur að hafnarsvæði Akraness þrátt fyrir að vera í 4,9 sjómílna fjarlægð frá Reykjavíkurhöfn þegar hún var stöðvuð af skipi Landhelgisgæslunnar.

„Fullyrðingar talsmanns Landhelgisgæslunnar í frétt mbl.is í dag um að Akraneshöfn hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þangað var styst að sigla stenst því enga skoðun. Það er hins vegar óumdeilt að ákvörðun Landhelgisgæslunnar um að sigla með skipið og farþega þess til Akraness hefur valdið farþegunum og fyrirtækinu verulegum skaða og óþægindum,“ segir í tilkynningunni.

Hámarki tjón fyrirtækisins

Sea Trips hafi ítrekað þurft að sæta aðgerðum af hálfu Landhelgisgæslunnar vegna þess farsviðs sem Amelíu Rose sé skapað af Samgöngustofu. Hafi það farsvið verið dæmt ólöglegt í óáfrýjuðum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sé því ekkert sem réttlæti framkomu starfsmanna gæslunnar við áhöfn og farþega Amelíu Rose.

„Erfitt er að trúa því að það hafi beinlínis verið markmið Landhelgisgæslunnar að valda fyrirtækinu tjóni, en það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að hefði ætlunin verið sú að hámarka tjón fyrirtækis og farþega þá hefði áhöfn varðskipsins vart getað valið betri leið til að ná því markmiði.“

Á kortinu má sjá vegalengdir á milli snekkjunnar og nærliggjandi …
Á kortinu má sjá vegalengdir á milli snekkjunnar og nærliggjandi hafnarsvæða þegar það var stöðvað af Landhelgisgæslunni í dag. Ljósmynd/Sea Trips
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »