Fjöldi vill friðun Eyjafjarðar

Fjöldi umsagna um lagareldisstefnu til ársins 2040 snúa að friðun …
Fjöldi umsagna um lagareldisstefnu til ársins 2040 snúa að friðun Eyjafjarðar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Tíu umsagnir um nýja lagareldisstefnu til ársins 2040 í samráðsgátt stjórnvalda snúast eingöngu um friðun Eyjafjarðar frá sjókvíaeldi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Segir í umsögn sem Erlendur Steinar Friðriksson skrifar fyrir hönd Fiskirannsókna ehf. að félagið sinni rannsóknum á ferskvatnsfiskum og hafi rannsakað og fylgst með bágri stöðu sjóbleikjustofna í Eyjafirði. Auk þess hafi félagið staðið fyrir rannsóknum á urriðastofnum í Eyjafirði sem hafi vaxið nokkuð. Er fullyrt að sjókvíaeldi geti haft neikvæð áhrif á urriðastofnana og gert út um sjóbleikjustofnana.

„Til varna stofnum bleikju og urriða er því farið fram á að allt sjókvíaeldi verði bannað í Eyjafirði,“ segir í umsögninni.

Þá skilar einnig smábátafélagið Klettur umsögn þar sem félagið sem kveðst leggjast „alfarið gegn hugmyndum um sjókvíaeldi á fiski í Eyjafirði“. Þá segir: „…í Eyjafirði eru fengsæl fiskimið smábáta sem eru í hættu ef áframeldiskvíar í sjó verða leyfðar. Þá eru margar vinsælar veiðiár á svæðinu sem eru í hættu ef til slysasleppinga kemur líkt og oft hefur gerst.“

Ásta Fönn Flosadóttir skrifar umsögn fyrir hönd æðarbænda í Eyjafirði sem óttast neikvæð áhrif sjókvíaeldis á lífríki fjarðarins. „Það er óskiljanlegt að Eyjafjörður sé ekki friðaður gegn fiskeldi í sjó. Þessi ófögnuður á ekkert erindi hér.“

Einnig hafa þrjú hvalaskoðunarfélög við Eyjafjörð skilað umsögn gegn sjókvíaeldi í firðinum sem og rekstraraðilar Hótel Natur Akureyri.

Fjallað er um umsagnirnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg
22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg
22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg

Skoða allar landanir »