„Laxinn er Tesla matvælaframleiðslunnar“

Kjartan Ólafsson telur gríðarleg tækifæri til að framleiða umhverfisvænna prótín …
Kjartan Ólafsson telur gríðarleg tækifæri til að framleiða umhverfisvænna prótín í úthafseldi en á landi. Samsett mynd

„Höfin þekja tvo þriðju yfirborðs jarðar og ef við getum framleitt dýraprótín á úthafinu tökum við þennan gríðarlega mikla iðnaðarþrýsting af landi, hvort sem það er nautgripir, kjúklingur eða svín. Ef við getum flutt prótínframleiðslu til hafs erum við að tala um mun umhverfisvænni framleiðslu á bláu ökrunum. Eins konar akuryrkju til hafs, bláu byltinguna,“ segir Kjartan Ólafsson í viðtali í síðasta blaði 200 mílna sem helgað var greinum innan lagareldis, en Kjartan fjárfest í nýrri tækni fyrirtækisins sem byggist á sökkvanlegum úthafskvíum.

„Laxinn er Tesla matvælaframleiðslunnar. Hvort sem við lítum til kolefnisspors, fóðurnýtingar eða hlutfalls sem nýtist í matvæli – laxinn er nánast bara vöðvi – þá er ljóst að laxinn er mun stærri hluti af lausninni á loftslagsvandanum en hann er af vandamálinu,“ segir hann.

Kveðst Kjartan sannfærður um að lausnina sé að hluta að finna í úthafseldi. „Landeldi, ef það heppnast vel, leysir kannski stórar áhyggjur okkar Íslendinga í dag hvað varðar erfðablöndun en það leysir ekki stóra málið. Við fæðum ekki heiminn með landeldinu. Við munum aldrei framleiða þær milljónir tonna sem eftirspurn er eftir í dag á landi.“

Aqualoop er ný tækni sem nota á við úthafseldi. Með …
Aqualoop er ný tækni sem nota á við úthafseldi. Með því að sökkva kvíunum er hægt að takast á við áskoranir sem fylgja t.a.m. vondu veðri. Ljósmynd/Aðsend

Aqualoop-lausnin byggir á því að styðjast við svokallaðar Spar-súlur sem nýttar hafa verið við að bora eftir olíu töluvert langt frá landi í alskonar veðrum. Sérstök einkenni lausnarinnar er einnig að kvíarnar við súluna eru sökkvanlegar. Stefnt er að því að gera tilraunir með tæknina við suðurströnd Íslands.

„Einn svona prammi getur framleitt um 20 þúsund tonn. Eins og hönnunin er hjá Aqualoop getur þetta verið við yfirborðið en einnig gefst kostur á að sökkva kvíabólinu í sjó allt að 25-30 metra undir yfirborð sjávar þannig að það verði utan mestu áhrifa öldugangs. Þarna ertu líka kominn með laxinn nær þeim aðstæðum sem hann myndi sækja í náttúrulega,“ segir Kjartan.

Nálgast má viðtalið í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »