Staðan í Grindavík hafi ekki áhrif á útgerð

Ekki er útlit fyrir að staðan í Grindavík hafi áhrif …
Ekki er útlit fyrir að staðan í Grindavík hafi áhrif á útgerðarstarfsemi Vísis. Vinnslan hefur hins vegar stöðvast.

„Staða mála hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðar en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála,“ segir í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi kauphöllinni í morgun, en útgerðarfélagið Vísir hf. í Grindavík er dótturfélag Síldarvinnslunnar.

Gunnþór Ingvason, forstjóri félagsins, undirritar tilkynninguna þar sem segir að „stjórnendur hafa yfirfarið stöðu félagsins út frá vátryggingarvernd og telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt í samræmi við lög vegna hugsanlegs tjóns af völdum jarðhræringanna. Starfsmenn og stjórnendur vinna að því að verja verðmæti sem bundin eru í hráefnis- og afurðabirgðum í samráði og samvinnu við yfirvöld.“

Jafnframt kemur fram að áhersla sé lögð á að „hlúa að starfsfólki og halda sambandi við það.“

Vakin er athygli á að Vísir „hefur unnið af því að undirbúa og innleiða varnir og áætlanir til samræmis við þær sviðsmyndir sem almannavarnir og jarðvísindamenn höfðu sett fram í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi. Vörðuðu þær flestar áhrif tjóns á innviðum utan Grindavíkur, s.s. á raforkuver og hitaveitu. Ljóst er að þróunin undanfarna sólarhringa hefur verið önnur og verri gagnvart byggð í Grindavík en þær sviðsmyndir gerðu ráð fyrir.“

Vinnslu á Seyðisfirði lokað 30. nóvember

Mikil verðmæti í eigu dótturfélagsins Vísis eru undir þar sem fiskvinnsluhús þess fullhlaðið helstu tækninýjungum greinarinnar en félagið hefur átt í þróunarsamstarfi við Marel frá árinu 2006. Hefur m.a. verið fjárfest í sjálfvirkum róbótlausnum fyrir pökkun og flokkun, skurðvélum og flæðilínu.

Fullyrti Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, í viðtali 2020 að hvítfiskvinnsla Vísis væri ein sú tæknivæddasta og fullkomnasta á heimsvísu.

Tilkynnt var um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í júlí á síðasta ári og hefur því verið spáð að öll bolfiskvinnsla félagsins myndi færast til Grindavíkur vegna samdráttar í ráðgjöf um heildarafla í mikilvægum bolfisktegundum undanfarin ár.

Stjórn Síldarvinnslunnar tilkynnti síðan í september síðastliðnum að bolfiskvinnslunni á Seyðisfirði yrði lokuð 30. nóvember og var 30 af 33 starfsmönnum sagt upp. Var í tilkynningu bent á að öll fjármögnun væri orðin dýrari og þorskheimildir dregist saman, auk þess sem bolfiskvinnslan á Seyðisfirði væri komin til ára sinna og þyrfti að fara í umfangsmiklar framkvæmdir og fjárfestingar til að koma henni í samkeppnishæft ástand.

Ljóst er að vinnsla hefjist ekki á ný í Grindavík næstu daga og mögulega ekki í lengri tíma fari svo að hefjist eldgos. Fiskveiðar geta þó haldið áfram og er ekkert því til fyrirstöðu að aflinn verði seldur á markað eða unninn í samstarfi við aðra sem reka fiskvinnslur.

Gunnþór kvaðst í samtali við 200 mílur ekki vilja á þessu stigi máls tjá sig um framhaldið umfram það sem fram kemur í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »